Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum 13. janúar 2007 17:42 Leikmenn íslenska landsliðsins náðu sér ekki á strik gegn Tékkum í dag. MYND/AFP Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira