Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið 10. febrúar 2007 19:00 Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Á ráðstefnunni í Japan á að ræða þá kreppu sem ríkir í starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins en eins og sakir standa geta hvorki hvalveiðisinnar né verndunarsinnar komið málum sínum þar í gegn þar sem þrjá fjórðu hluta atkvæða þarf til að gera meiriháttar breytingar á samþykktum ráðsins. Stefán Ásmundsson formaður íslensku sendinefndarinnar er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist um endurbætur enda ætla þau ríki sem ákafast berjast gegn hvalveiðum að sniðganga ráðstefnuna. Umhverfisverndarsamtök láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn hvalveiðum. Í gær lenti japanskt skip á hvalveiðum í sunnanverðu Kyrrahafi í klónum á Paul Watson og félögum hans í Sea Sheperd-samtökunum. Skip samtakanna, Farley Mowat, sigldi upp að japanska skipinu og liðsmenn þeirra helltu svo smjörsýru á dekk þess. Tveir Japananna slösuðust í hamaganginum, annar fékk sýru í augun. Áður höfðu Japanarnir aðstoðað Sea Sheperd eftir að tveir liðsmenn þeirra féllu útbyrðis af gúmmíbáti. Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðirnar harðlega en Paul Watson segir þær lögmæta baráttu gegn ólöglegum hvalveiðum og þeim verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Á ráðstefnunni í Japan á að ræða þá kreppu sem ríkir í starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins en eins og sakir standa geta hvorki hvalveiðisinnar né verndunarsinnar komið málum sínum þar í gegn þar sem þrjá fjórðu hluta atkvæða þarf til að gera meiriháttar breytingar á samþykktum ráðsins. Stefán Ásmundsson formaður íslensku sendinefndarinnar er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist um endurbætur enda ætla þau ríki sem ákafast berjast gegn hvalveiðum að sniðganga ráðstefnuna. Umhverfisverndarsamtök láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn hvalveiðum. Í gær lenti japanskt skip á hvalveiðum í sunnanverðu Kyrrahafi í klónum á Paul Watson og félögum hans í Sea Sheperd-samtökunum. Skip samtakanna, Farley Mowat, sigldi upp að japanska skipinu og liðsmenn þeirra helltu svo smjörsýru á dekk þess. Tveir Japananna slösuðust í hamaganginum, annar fékk sýru í augun. Áður höfðu Japanarnir aðstoðað Sea Sheperd eftir að tveir liðsmenn þeirra féllu útbyrðis af gúmmíbáti. Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðirnar harðlega en Paul Watson segir þær lögmæta baráttu gegn ólöglegum hvalveiðum og þeim verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira