Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína 16. febrúar 2007 19:30 Ruud van Nistelrooy hefur staðið sig ágætlega með Real Madrid í vetur. MYND/Getty Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira