Aftur í Rómarkirkjuna, ógeðsleg verksmiðja, fjölmiðlamóðganir 4. mars 2007 17:48 Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn (og hinni frægu Strandarkirkju), var í skemmtilegu viðtali í Silfrinu í dag. Baldur setur fram róttæka hugmynd - að íslenska kirkjan sameinist aftur kaþólsku kirkjunni í Róm. Margir verða sjálfsagt hissa. En er kannski kominn tími til að setja niður aldagamlar deilur - frá tíma keisara, kónga og fursta? Að sumu leyti hefur kaþólska kirkjan líka gengið í gegnum þá siðbót sem Lúther krafðist. Helst er kannski úr vöndu að ráða í siðferðisefnum - hvað varðar vígslu kvenpresta, skírlífi og hugsanlega afstöðu til samkynhneigðra. Á móti kemur að kirkjan á auðvitað að vera ein og heil, að kaþólsku fólki fer mjög fjölgandi í ríkjum mótmælenda - að því ógleymdu hvað helgisiðir, kirkjur, dýrlingar og Maríudýrkun í kaþólsku eru miklu meira heillandi en berir veggir og depurð lúterskunnar. Annars má betur fræðast um þessar pælingar Baldurs á bloggsíðu hans. Mér finnst þetta allar athygli vert og vona að menn afgreiði það ekki bara með hneykslunarópum. --- --- --- Það hefur aldrei þótt fínt á Íslandi að vera vondur við fólk, hvað þá að græða peninga á því að vera vondur við fólk. Íslendingar hafa sem betur fer lengstum verið nokkrir jafnræðissinnar í sér. Þess vegna finnst manni skrítið að lesa fréttir af verksmiðju Bakkavarar, Katsouris Fresh Foods, á Englandi. Lýsingarnar eru eins og eitthvað frá tíma iðnbyltingarinnar. Starfsfólk missir útlimi í vélum. Óhreinlætið er slíkt að aðskotahlutir finnast í matvælunum - fyrir utan salmonellu. Starfsfólkið er flestallt útlendingar á sultarlaunum. Þetta er varla útrásin sem Íslendingar eru stoltir af. Blaðið hefur hérumbil eitt fjölmiðla á Íslandi verið að fjalla um þetta. Er ekki kominn tími til að aðrir fjölmiðlar taki við sér? Í fréttatíma Stöðvar 2 var svo frétt um annað fyrirtæki af svipuðum toga Það heitir Lauffell og gerir út á að níðast á erlendum verkamönnum. Svonalagað er þjóðarskömm og á ekki að líðast. --- --- --- Meira um fjölmiðla. Ég er sammála Páli Vilhjálmssyni sem er andsnúinn því á bloggi sínu að blaðamenn bindist einhvers konar þagnarbandalagi - gagnrýni helst ekki störf annarra blaðamanna. Þvert á móti. Það eiga að vera lifandi skoðanaskipti milli fjölmiðlanna. Við sem störfum á fjölmiðlum erum ekki partur af einhvers konar gildi þar sem ekki má troða öðrum meðlimum um tær. Víkverjapistill í vikunni var mjög heimskulegur. Þar var gerð iðrun og yfirbót yfir því að hallað hafði verið orði á tímaritið Króníkuna í annarri Víkverjagrein nokkrum dögum fyrr. Víkverji er semsagt farinn að rífast við sjálfan sig. Eins og það er orðað á einni bloggsíðunni fellur Víkverjaskríbentinn nafnlausi beinlínis í duftið af samviskubiti. Ég tók eftir því að Víkverjinn skrifaði zetu. Það hlýtur að þrengja ögn hringinn um hinn raunverulega höfund. --- --- --- Og um nýju fjölmiðlana. Ansi virðast þeir eiga erfitt uppdráttar. Það er mjög erfitt að nálgast DV. Menn gera sér núorðið ekki ferð út í sjoppu til að kaupa blað. Í raun fer fæst fólk út í búð nema tvisvar til þrisvar í viku - það er borin von að ætla að dreifa dagblaði með því að selja það einungis í stórmörkuðum og sjoppum. Einu sinni voru notuð blaðsölubörn en þau heyra líklega sögunni til. Þýðir kannski ekki heldur að reyna það - allir eru á bílum. Ég fylgist vel með fjölmiðlum en hef ekki séð DV nema þrisvar síðan það fór að koma út sem dagblað á nýjan leik. Þetta er ekki að virka. Viðskiptablaðið hefur því miður ekki bætt miklu við sig með því að fjölga útgáfudögunum - alveg óháð fordómum mínum gagnvart blöðum sem eru prentuð á bleikan pappír. Helgarblaðið er reyndar hnýsilegt - maður les alltaf það sem frjálshyggjumennirnir Ólafur Teitur og Andrés Magnússon skrifa. En efnistökin þyrftu kannski að vera fjölbreyttari. Króníkuna sé ég ekki hreyfast. Samt er margt ágætlega gert í blaðinu og það hefur heldur farið batnandi. Samt er ekki talað um efni Króníkunnar eða vitnað í blaðið. Það er ekki nógu gott fyrir fréttatímarit. Ég held að aðstandendur blaðsins þurfi að hafa áhyggjur af því. Það vantar meiri slagkraft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn (og hinni frægu Strandarkirkju), var í skemmtilegu viðtali í Silfrinu í dag. Baldur setur fram róttæka hugmynd - að íslenska kirkjan sameinist aftur kaþólsku kirkjunni í Róm. Margir verða sjálfsagt hissa. En er kannski kominn tími til að setja niður aldagamlar deilur - frá tíma keisara, kónga og fursta? Að sumu leyti hefur kaþólska kirkjan líka gengið í gegnum þá siðbót sem Lúther krafðist. Helst er kannski úr vöndu að ráða í siðferðisefnum - hvað varðar vígslu kvenpresta, skírlífi og hugsanlega afstöðu til samkynhneigðra. Á móti kemur að kirkjan á auðvitað að vera ein og heil, að kaþólsku fólki fer mjög fjölgandi í ríkjum mótmælenda - að því ógleymdu hvað helgisiðir, kirkjur, dýrlingar og Maríudýrkun í kaþólsku eru miklu meira heillandi en berir veggir og depurð lúterskunnar. Annars má betur fræðast um þessar pælingar Baldurs á bloggsíðu hans. Mér finnst þetta allar athygli vert og vona að menn afgreiði það ekki bara með hneykslunarópum. --- --- --- Það hefur aldrei þótt fínt á Íslandi að vera vondur við fólk, hvað þá að græða peninga á því að vera vondur við fólk. Íslendingar hafa sem betur fer lengstum verið nokkrir jafnræðissinnar í sér. Þess vegna finnst manni skrítið að lesa fréttir af verksmiðju Bakkavarar, Katsouris Fresh Foods, á Englandi. Lýsingarnar eru eins og eitthvað frá tíma iðnbyltingarinnar. Starfsfólk missir útlimi í vélum. Óhreinlætið er slíkt að aðskotahlutir finnast í matvælunum - fyrir utan salmonellu. Starfsfólkið er flestallt útlendingar á sultarlaunum. Þetta er varla útrásin sem Íslendingar eru stoltir af. Blaðið hefur hérumbil eitt fjölmiðla á Íslandi verið að fjalla um þetta. Er ekki kominn tími til að aðrir fjölmiðlar taki við sér? Í fréttatíma Stöðvar 2 var svo frétt um annað fyrirtæki af svipuðum toga Það heitir Lauffell og gerir út á að níðast á erlendum verkamönnum. Svonalagað er þjóðarskömm og á ekki að líðast. --- --- --- Meira um fjölmiðla. Ég er sammála Páli Vilhjálmssyni sem er andsnúinn því á bloggi sínu að blaðamenn bindist einhvers konar þagnarbandalagi - gagnrýni helst ekki störf annarra blaðamanna. Þvert á móti. Það eiga að vera lifandi skoðanaskipti milli fjölmiðlanna. Við sem störfum á fjölmiðlum erum ekki partur af einhvers konar gildi þar sem ekki má troða öðrum meðlimum um tær. Víkverjapistill í vikunni var mjög heimskulegur. Þar var gerð iðrun og yfirbót yfir því að hallað hafði verið orði á tímaritið Króníkuna í annarri Víkverjagrein nokkrum dögum fyrr. Víkverji er semsagt farinn að rífast við sjálfan sig. Eins og það er orðað á einni bloggsíðunni fellur Víkverjaskríbentinn nafnlausi beinlínis í duftið af samviskubiti. Ég tók eftir því að Víkverjinn skrifaði zetu. Það hlýtur að þrengja ögn hringinn um hinn raunverulega höfund. --- --- --- Og um nýju fjölmiðlana. Ansi virðast þeir eiga erfitt uppdráttar. Það er mjög erfitt að nálgast DV. Menn gera sér núorðið ekki ferð út í sjoppu til að kaupa blað. Í raun fer fæst fólk út í búð nema tvisvar til þrisvar í viku - það er borin von að ætla að dreifa dagblaði með því að selja það einungis í stórmörkuðum og sjoppum. Einu sinni voru notuð blaðsölubörn en þau heyra líklega sögunni til. Þýðir kannski ekki heldur að reyna það - allir eru á bílum. Ég fylgist vel með fjölmiðlum en hef ekki séð DV nema þrisvar síðan það fór að koma út sem dagblað á nýjan leik. Þetta er ekki að virka. Viðskiptablaðið hefur því miður ekki bætt miklu við sig með því að fjölga útgáfudögunum - alveg óháð fordómum mínum gagnvart blöðum sem eru prentuð á bleikan pappír. Helgarblaðið er reyndar hnýsilegt - maður les alltaf það sem frjálshyggjumennirnir Ólafur Teitur og Andrés Magnússon skrifa. En efnistökin þyrftu kannski að vera fjölbreyttari. Króníkuna sé ég ekki hreyfast. Samt er margt ágætlega gert í blaðinu og það hefur heldur farið batnandi. Samt er ekki talað um efni Króníkunnar eða vitnað í blaðið. Það er ekki nógu gott fyrir fréttatímarit. Ég held að aðstandendur blaðsins þurfi að hafa áhyggjur af því. Það vantar meiri slagkraft.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun