Óli H. Þórðarson hættir störfum 5. mars 2007 09:40 Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar