Tónlist

Íslandsmót plötusnúða á Pravda

Valur Hrafn Einarsson skrifar
MYND/Getty

Næstu fimmtudagskvöld munu fara fram á skemmtistaðnum Pravda "Íslandsmót plötusnúða" í samstarfi við X-ið 977 og Tuborg. X-ið er að leita að þeim sem eru að leika sér að þeyta skífum og eru kannski ekki vel þekktir í skemmtanalífi landans.

Það geta þó allir tekið þátt og einu skilyrðin eru að það má ekki notast við tölvu, einungis má nota mixer til þess að blanda saman tónlistinni. Einnig skal það tekið fram að það er ekki verið að leita eftir einhverri einni stefnu af tónlist, það er allt leyfilegt, það eru ekki síður frumlegheit og sviðsframkoma sem á endanum skera úr um sigurvegara.

Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann og mun Hljóð X t.d. gefa verðlaun sem hlaupa á annað hundrað þúsund.

Til þess að taka þátt, þarft þú að koma "mixtape" á X-ið977. Hægt er að senda það í tölvupósti á póstfangið [email protected] eða skila því merkt "X-ið977" í móttöku 365, Skaftahlíð 24. Dómnefnd mun svo velja út nokkra aðila sem munu spila á Pravda næstu fimmtudagskvöld.

Í kvöld kl. 22:00 verður haldin kynning á keppninni á Pravda. Dóri DNA kynnir keppnina og munu gamlar kempur þeyta skífum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.