Lífið

Datt í aftur­ábak­ka­pp­hlaupi við frétta­mann

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hörð keppni endaði með smá byltu.
Hörð keppni endaði með smá byltu. Vísir/Einar

Upp á síðkastið hafa mögulega einhverjir tekið eftir hlaupurum bæði í ræktinni og utandyra sem eru að hlaupa afturábak. Það er að minnsta kosti erfitt að taka ekki eftir þeim ef þeir eru á svæðinu.

Þessi nýja bylgja tengist að einhverju leyti maraþonhlauparanum og þjálfaranum Arnari Péturssyni. 

„Í hlaupaþjálfun hjá mér vil ég að við höldum ákveðnu vöðvajafnvægi. Bakk er mjög góð leið til þess að passa upp á að við séum að virkja vöðvana aftan í lærunum, þetta setur öðruvísi álag á kálfana og í kringum hnén. Við sjáum að þeir sem togna sjaldanst í fótbolta eru miðverðirnir sem bakka lang mest,“ segir Arnar.

Það tekur meira á líkamlega og andlega að hlaupa afturábak.

„Ég grínast stundum að þetta sé æfing fyrir þá sem óttast ekki árangur. Þú þarft að vera tilbúinn að gera eitthvað sem er kjánalegt fyrir árangurinn. Þú ert ekki að gera þetta til að vera kúl. Þú ert ekkert sérstaklega kúl þegar þú ert að bakka. Fólk horfir alveg á þig. En þetta er líka gott fyrir taugakerfið því þú ert að bakka og veist ekki hvað er fyrir aftan þig. Þú ert að taka það inn, fóta þig. Þannig þetta er mjög margþætt,“ segir Arnar.

Og þá var ekkert eftir nema að prófa að bakka. Fréttamaður fór í keppni við Arnari sem endaði með því að Arnar datt. Kapphlaupið má sjá í klippunni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.