Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. apríl 2007 15:20 Frá höfninni í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira