Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri 8. maí 2007 12:11 Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. Daginn sem tvö sögufræg hús brunnu í miðborginni, þann átjánda apríl síðastliðinn, var borgarstjórinn ómyrkur í máli um uppbyggingu á reitnum: "Ég vil sjá uppbyggingu á þessu svæði í þeim anda sem að hérna þessi hús hafa sýnt okkur, endurgera þau ef nokkur kostur er eða hérna byggja í svipuðum stíl eins og til dæmis gert var í Aðalstræti núna nýlega... En ég legg áherslu á það já að við höldum í þessa sögufrægu mynd sem að hér hefur svo lengi blasað við." Margir tóku í sama streng, meðal annars formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Nú kveður við annan tón í grein sem borgarstjórinn skrifar í Morgunblaðið í dag til að kynna málþing um framtíð brunareitsins. Þingðið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli klukkan fjögur og sex. Í greininni skrifar borgarstjóri: "Skemmst er frá því að segja að götumyndin verður aldrei eins. Nýtt hús á reit Austurstrætis 22 verður aldrei sama húsið og hýsti Jörund hundadagakonung, Haraldarbúð, Karnabæ eða Pravda. Nú er mikilvægt að við beinum sjónum okkar að þeim tækifærum sem felast í væntanlegri uppbyggingu til styrkingar atvinnulífs og mannlífs í borginni. Hvað er hægt að gera til að stuðla að því að hjarta Reykjavíkur tifi jafnvel af enn meiri krafti eftir brunann en fyrir hann?" Ekki náðist í borgarstjóra í morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. Daginn sem tvö sögufræg hús brunnu í miðborginni, þann átjánda apríl síðastliðinn, var borgarstjórinn ómyrkur í máli um uppbyggingu á reitnum: "Ég vil sjá uppbyggingu á þessu svæði í þeim anda sem að hérna þessi hús hafa sýnt okkur, endurgera þau ef nokkur kostur er eða hérna byggja í svipuðum stíl eins og til dæmis gert var í Aðalstræti núna nýlega... En ég legg áherslu á það já að við höldum í þessa sögufrægu mynd sem að hér hefur svo lengi blasað við." Margir tóku í sama streng, meðal annars formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Nú kveður við annan tón í grein sem borgarstjórinn skrifar í Morgunblaðið í dag til að kynna málþing um framtíð brunareitsins. Þingðið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli klukkan fjögur og sex. Í greininni skrifar borgarstjóri: "Skemmst er frá því að segja að götumyndin verður aldrei eins. Nýtt hús á reit Austurstrætis 22 verður aldrei sama húsið og hýsti Jörund hundadagakonung, Haraldarbúð, Karnabæ eða Pravda. Nú er mikilvægt að við beinum sjónum okkar að þeim tækifærum sem felast í væntanlegri uppbyggingu til styrkingar atvinnulífs og mannlífs í borginni. Hvað er hægt að gera til að stuðla að því að hjarta Reykjavíkur tifi jafnvel af enn meiri krafti eftir brunann en fyrir hann?" Ekki náðist í borgarstjóra í morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira