Fjöldi kylfinga notar ólögleg lyf 18. júlí 2007 17:28 Gary Player segir lækna ráðleggja sér að taka vaxtarhormón í hvert skipti sem hann fer til þeirra NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira