Áfengi og vextir 23. júlí 2007 08:00 Pólitísk umræðuhefð á Íslandi kallar ekki á að orðum fylgi ábyrgð. Meira er um vert að þau veki athygli. Hún er oftar en ekki sett skör hærra en ábyrgðin sem að baki býr. Tvö nýleg dæmi segja sína sögu um þetta. Fyrir skömmu gerði félagsmálaráðherra harða hríð að Seðlabankanum. Ráðherrann tók þar í sama streng og ýmsir gagnrýnendur bankans í atvinnulífinu. Kjarni málsins er á hinn veginn sá að reginmunur er á stöðu ráðherrans og talsmanna atvinnulífsins. Ef gagnrýnin á vaxtastefnu Seðlabankans á við rök að styðjast geta einungis tvenns konar aðstæður valdið því: Annaðhvort er löggjöfin sem bankastjórarnir vinna eftir gölluð eða þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Við þessum aðstæðum eiga talsmenn atvinnulífsins engin ráð. Ríkisstjórnin hefur þar á móti ekki aðeins völd til að bregðast við: Á hennar herðum hvílir beinlínis skylda til athafna ef brestur er í löggjöfinni eða framkvæmd hennar. Ráðherrann sem hér á hlut að máli hefur hins vegar ekki litið svo á að sama ábyrgð fylgi orðum hans og embætti. Sama má segja um varaformenn stjórnarflokkanna sem nú boða lækkun á áfengisgjaldi í kjölfar upplýsinga um að áfengisverð er hærra hér en annars staðar þekkist. Nú er það svo að skattar á áfengi helgast bæði af heitum tilfinningum og kaldri þörf ríkissjóðs fyrir peninga. Fyrir breytingum á áfengispólitíkinni má að sönnu færa ýmis rök. Það á bæði við um skattlagningu og söluhátt. En á hverjum peningi eru tvær hliðar. Teiknarinn Engström lét á sinni tíð einum af drykkjuboltum sínum þau fleygu orð í munn að brennivínið væri alltaf sinna peninga virði. Þau hafa ratað í hagfræðirit til marks um eftirspurnarteygni áfengis. Samkvæmt því hagfræðilögmáli hefur verðið ekki afgerandi áhrif á söluna. Fyrir þá sök geta þeir sem boða lækkun á áfengisgjaldinu ekki með sterkum rökum haldið því fram að ríkissjóður muni fá auknar tekjur af meiri sölu verði skatturinn lækkaður. Hér gildir einfaldlega ekki sama lögmál og um lækkun fyrirtækjaskatta. Kjarni málsins er sá að ríkissjóður hefur miklar tekjur af áfengissölunni. Þær renna til þarfra verkefna. Tíu hundraðshlutar af heildartekjum ríkissjóðs af áfengi fara sennilega langt með að kosta rekstur Háskólans á Akureyri. Þegar varaformenn ríkisstjórnarflokka boða lækkun á stórum tekjustofni ríkissjóðs verða að fylgja þeim orðum tillögur um hvernig henni eigi að mæta: Annaðhvort með nýjum gjöldum eða niðurskurði verkefna. Það hafa þeir ekki gert. Aðhaldssemi í rekstri ríkissjóðs er ein af forsendum þess að koma á efnahagslegu jafnvægi og lækka vexti. Lækkun vaxta er eitt af mestu hagsmunamálum íbúðakaupenda. Lausatök á ríkissjóði eru ávísun á hærri vexti. Þegar varaformenn stjórnarflokkanna boða lækkun á áfengisgjaldi án þess að gera grein fyrir hvernig þeim tekjumissi verður mætt hækka þeir í áliti hjá áfengiskaupendum. Þeir vinna hins vegar gegn hagsmunum íbúðakaupenda. Kjósi fjármálaráðherrann eins og sakir standa að taka hagsmuni íbúðakaupenda fram yfir hagsmuni áfengiskaupenda er það ábyrg afstaða. Þar vikju minni hagsmunir fyrir meiri. Fjármálaráðherrann ætti þá fremur lof skilið en hinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Pólitísk umræðuhefð á Íslandi kallar ekki á að orðum fylgi ábyrgð. Meira er um vert að þau veki athygli. Hún er oftar en ekki sett skör hærra en ábyrgðin sem að baki býr. Tvö nýleg dæmi segja sína sögu um þetta. Fyrir skömmu gerði félagsmálaráðherra harða hríð að Seðlabankanum. Ráðherrann tók þar í sama streng og ýmsir gagnrýnendur bankans í atvinnulífinu. Kjarni málsins er á hinn veginn sá að reginmunur er á stöðu ráðherrans og talsmanna atvinnulífsins. Ef gagnrýnin á vaxtastefnu Seðlabankans á við rök að styðjast geta einungis tvenns konar aðstæður valdið því: Annaðhvort er löggjöfin sem bankastjórarnir vinna eftir gölluð eða þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Við þessum aðstæðum eiga talsmenn atvinnulífsins engin ráð. Ríkisstjórnin hefur þar á móti ekki aðeins völd til að bregðast við: Á hennar herðum hvílir beinlínis skylda til athafna ef brestur er í löggjöfinni eða framkvæmd hennar. Ráðherrann sem hér á hlut að máli hefur hins vegar ekki litið svo á að sama ábyrgð fylgi orðum hans og embætti. Sama má segja um varaformenn stjórnarflokkanna sem nú boða lækkun á áfengisgjaldi í kjölfar upplýsinga um að áfengisverð er hærra hér en annars staðar þekkist. Nú er það svo að skattar á áfengi helgast bæði af heitum tilfinningum og kaldri þörf ríkissjóðs fyrir peninga. Fyrir breytingum á áfengispólitíkinni má að sönnu færa ýmis rök. Það á bæði við um skattlagningu og söluhátt. En á hverjum peningi eru tvær hliðar. Teiknarinn Engström lét á sinni tíð einum af drykkjuboltum sínum þau fleygu orð í munn að brennivínið væri alltaf sinna peninga virði. Þau hafa ratað í hagfræðirit til marks um eftirspurnarteygni áfengis. Samkvæmt því hagfræðilögmáli hefur verðið ekki afgerandi áhrif á söluna. Fyrir þá sök geta þeir sem boða lækkun á áfengisgjaldinu ekki með sterkum rökum haldið því fram að ríkissjóður muni fá auknar tekjur af meiri sölu verði skatturinn lækkaður. Hér gildir einfaldlega ekki sama lögmál og um lækkun fyrirtækjaskatta. Kjarni málsins er sá að ríkissjóður hefur miklar tekjur af áfengissölunni. Þær renna til þarfra verkefna. Tíu hundraðshlutar af heildartekjum ríkissjóðs af áfengi fara sennilega langt með að kosta rekstur Háskólans á Akureyri. Þegar varaformenn ríkisstjórnarflokka boða lækkun á stórum tekjustofni ríkissjóðs verða að fylgja þeim orðum tillögur um hvernig henni eigi að mæta: Annaðhvort með nýjum gjöldum eða niðurskurði verkefna. Það hafa þeir ekki gert. Aðhaldssemi í rekstri ríkissjóðs er ein af forsendum þess að koma á efnahagslegu jafnvægi og lækka vexti. Lækkun vaxta er eitt af mestu hagsmunamálum íbúðakaupenda. Lausatök á ríkissjóði eru ávísun á hærri vexti. Þegar varaformenn stjórnarflokkanna boða lækkun á áfengisgjaldi án þess að gera grein fyrir hvernig þeim tekjumissi verður mætt hækka þeir í áliti hjá áfengiskaupendum. Þeir vinna hins vegar gegn hagsmunum íbúðakaupenda. Kjósi fjármálaráðherrann eins og sakir standa að taka hagsmuni íbúðakaupenda fram yfir hagsmuni áfengiskaupenda er það ábyrg afstaða. Þar vikju minni hagsmunir fyrir meiri. Fjármálaráðherrann ætti þá fremur lof skilið en hinir.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun