Wii trónir á toppnum 7. september 2007 17:54 Wii er töluvert minni en Xbox360 og PlayStation 3, og stendur upp á rönd í stofunni. Stýripinninn er ekki ósvipaður sjónvarpsfjarstýringu eins og sést á myndinni. Wii-leikjatölvan frá Nintendo er komin í efsta sæti í leikjatölvustríðinu. Síðan hún kom út í lok síðasta árs hefur hún selst ævintýralega vel og hafa framleiðendur vart undan að anna eftirspurninni. Fleiri eintök hafa selst af Wii en Xbox360, sem hefur verið á markaðnum tvöfalt lengur eða síðan í nóvember árið 2005. Samkvæmt heimasíðu VG Charz, sem tekur saman sölutölur leikjatölva um allan heim, hefur Wii frá Nintendo selst best af þremur leikjatölvum þessarar kynslóðar, eða í 10.910.000 eintökum. Xbox360 frá Microsoft fylgir fast á eftir með 10.670.000 seld eintök, en hún kom hins vegar mun fyrr út en Wii. Lestina rekur PlayStation 3 frá Sony, sem kom út á svipuðum tíma og Wii í Bandaríkjunum, með 4.390.000 eintök. Wii hefur því tekið toppsætið í leikjatölvustríðinu með 42 prósent af seldum leikjatölvum þessarar kynslóðar, Xbox360 kemur næst með 41,1 prósent og PlayStation 3 er í þriðja og síðasta sæti með 16,9 prósent. Töluverðar efasemdir voru um velgengni Wii áður en hún kom á markað, sér í lagi vegna þess hve óvenjuleg hún er miðað við hefðbundnari leikjatölvur. Í stað þess að leggja áherslu á öflugri tölvu með hraðari örgjörva og flottari leikjum einbeittu starfsmenn Nintendo sér að því að gera tölvuna aðgengilegri fyrir þá sem ekki hafa átt leikjatölvur hingað til. Til að mynda líkist stýripinninn frekar sjónvarpsfjarstýringu en hefðbundnum stýripinna fyrir leikjatölvur, og er með innbyggðum hreyfiskynjara. Íþróttaleiki á borð við tennis og keilu er hægt að spila með því að hreyfa fjarstýringuna eins og spilarinn í leiknum, rétt eins og þú haldir á tennisspaða eða keilukúlu. Miðað við velgengni tölvunnar síðan hún kom út virðist sem starfsmenn Nintendo hafi náð markmiði sínu, að fanga áhuga þeirra sem ekki hafa keypt leikjatölvur áður. Leikjavísir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Wii-leikjatölvan frá Nintendo er komin í efsta sæti í leikjatölvustríðinu. Síðan hún kom út í lok síðasta árs hefur hún selst ævintýralega vel og hafa framleiðendur vart undan að anna eftirspurninni. Fleiri eintök hafa selst af Wii en Xbox360, sem hefur verið á markaðnum tvöfalt lengur eða síðan í nóvember árið 2005. Samkvæmt heimasíðu VG Charz, sem tekur saman sölutölur leikjatölva um allan heim, hefur Wii frá Nintendo selst best af þremur leikjatölvum þessarar kynslóðar, eða í 10.910.000 eintökum. Xbox360 frá Microsoft fylgir fast á eftir með 10.670.000 seld eintök, en hún kom hins vegar mun fyrr út en Wii. Lestina rekur PlayStation 3 frá Sony, sem kom út á svipuðum tíma og Wii í Bandaríkjunum, með 4.390.000 eintök. Wii hefur því tekið toppsætið í leikjatölvustríðinu með 42 prósent af seldum leikjatölvum þessarar kynslóðar, Xbox360 kemur næst með 41,1 prósent og PlayStation 3 er í þriðja og síðasta sæti með 16,9 prósent. Töluverðar efasemdir voru um velgengni Wii áður en hún kom á markað, sér í lagi vegna þess hve óvenjuleg hún er miðað við hefðbundnari leikjatölvur. Í stað þess að leggja áherslu á öflugri tölvu með hraðari örgjörva og flottari leikjum einbeittu starfsmenn Nintendo sér að því að gera tölvuna aðgengilegri fyrir þá sem ekki hafa átt leikjatölvur hingað til. Til að mynda líkist stýripinninn frekar sjónvarpsfjarstýringu en hefðbundnum stýripinna fyrir leikjatölvur, og er með innbyggðum hreyfiskynjara. Íþróttaleiki á borð við tennis og keilu er hægt að spila með því að hreyfa fjarstýringuna eins og spilarinn í leiknum, rétt eins og þú haldir á tennisspaða eða keilukúlu. Miðað við velgengni tölvunnar síðan hún kom út virðist sem starfsmenn Nintendo hafi náð markmiði sínu, að fanga áhuga þeirra sem ekki hafa keypt leikjatölvur áður.
Leikjavísir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira