Youtube-myndband gæti orðið Hamilton að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 09:35 Lewis Hamilton á æfingu í Kína í morgun. Nordic Photos / Getty Images Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig. Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig.
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira