Stuðningsmenn Liverpool fylkjast um Benitez Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2007 09:55 Rafa Benitez er vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Nordic Photos / Getty Images Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira