Gæði kennslu og gæði náms 5. desember 2007 11:12 Íslenskir skólakrakkar skora heldur lágt á alþjóðlega prófinu þessa dagana. Þeir eru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Það er náttúrlega ekki í lagi. Hvað veldur? Ég held að svarið búi í kennsluháttunum. Þegar ég var pjakkur í Barnaskóla Íslands á brekkubrúninni á Akureyri upp úr miðri síðustu öld bjó ég við þau forréttindi að hafa sama kennarann frá því ég stillti mér upp í röðina í 1. bekk og allt þar til ég hélt til efra náms í Gagnfræðaskólanum litlu ofar á brekkunni. Áslaug Axelsdóttir var minn harði og einarði kennari. Hún var foringinn. Henni var hlýtt. Hún kenndi okkur allt sem að kjafti kom. Einna best tókst henni upp í íslensku, sögu og landafræði. Það fór enda svo að það urðu mín bestu fög. Ég held að það sé hægt að setja jafnaðarmerki á milli kennslugæða og námsárangurs. Eftir því sem kennarinn er færari í að miðla vitinu því klárari verða krakkarnir. Þetta eru ekki flókin vísindi. Bernharð Haraldsson tók við mér í Gagganum, harður húsbóndi sem barði í okkur lærdóminn af sanngjörnu miskunnarleysi. Hann var áberandi bestur í landafræði. Einhverra hluta vegna hef ég æ síðar haft óbilandi áhuga á landafræði - og er nánast sjúkur í landakort, örnefni og, ef því er að skipta, jarðfræði og jarðsögu. Gísli Jónsson og síðar Sverrir Páll Erlendsson og Valdimar Gunnarsson tóku við mér í Menntaskólanum á Akureyri; slíkir yfirburða kennarar í íslensku og bókmenntum að ég hef aldrei verið samur maður á eftir. Þeir efldu vitið, glæddu áhugann og hrifu mig með sér. Gunnar Frímannsson var félagsfræðikennarinn minn í MA; einnig slíkur afburðakennari að ég hef alla tíð haft ódrepandi áhuga á samfélaginu, pólitík, skoðanaskiptum og fjölmiðlun. Þetta er lykilfólk í lífi mínu. Ég held það sé ekki tilviljun að ég lagði fyrir mig blaðamennsku og ritstörf. Þetta er minn námsgrunnur. Ég er bestur í því sem kennararnir voru bestir í. Þetta segir mér eitt: Við eigum að auka gæði kennslunnar, efla kennaranámið, hefja það lóðrétt upp úr meðalmennskunni; tryggja skólunum framúrskarandi, áhugasama og vel menntaða kennara - á góðum launum. Námsárangurinn eykst sem þessu nemur. Góðir kennarar eru jafn áhrifaríkir og góðir foreldrar. Það má vart á milli sjá hvorir gera börnum meira gagn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, er á réttri leið. Hún býr örugglega að sömu reynslu og ég. Góð kennsla gyllir hugann. Hún er bjargið sem grunnur samfélagsins verður að standa á. Hér botnar Einar Ben mitt erindi: Vilji er allt sem þarf. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun
Íslenskir skólakrakkar skora heldur lágt á alþjóðlega prófinu þessa dagana. Þeir eru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Það er náttúrlega ekki í lagi. Hvað veldur? Ég held að svarið búi í kennsluháttunum. Þegar ég var pjakkur í Barnaskóla Íslands á brekkubrúninni á Akureyri upp úr miðri síðustu öld bjó ég við þau forréttindi að hafa sama kennarann frá því ég stillti mér upp í röðina í 1. bekk og allt þar til ég hélt til efra náms í Gagnfræðaskólanum litlu ofar á brekkunni. Áslaug Axelsdóttir var minn harði og einarði kennari. Hún var foringinn. Henni var hlýtt. Hún kenndi okkur allt sem að kjafti kom. Einna best tókst henni upp í íslensku, sögu og landafræði. Það fór enda svo að það urðu mín bestu fög. Ég held að það sé hægt að setja jafnaðarmerki á milli kennslugæða og námsárangurs. Eftir því sem kennarinn er færari í að miðla vitinu því klárari verða krakkarnir. Þetta eru ekki flókin vísindi. Bernharð Haraldsson tók við mér í Gagganum, harður húsbóndi sem barði í okkur lærdóminn af sanngjörnu miskunnarleysi. Hann var áberandi bestur í landafræði. Einhverra hluta vegna hef ég æ síðar haft óbilandi áhuga á landafræði - og er nánast sjúkur í landakort, örnefni og, ef því er að skipta, jarðfræði og jarðsögu. Gísli Jónsson og síðar Sverrir Páll Erlendsson og Valdimar Gunnarsson tóku við mér í Menntaskólanum á Akureyri; slíkir yfirburða kennarar í íslensku og bókmenntum að ég hef aldrei verið samur maður á eftir. Þeir efldu vitið, glæddu áhugann og hrifu mig með sér. Gunnar Frímannsson var félagsfræðikennarinn minn í MA; einnig slíkur afburðakennari að ég hef alla tíð haft ódrepandi áhuga á samfélaginu, pólitík, skoðanaskiptum og fjölmiðlun. Þetta er lykilfólk í lífi mínu. Ég held það sé ekki tilviljun að ég lagði fyrir mig blaðamennsku og ritstörf. Þetta er minn námsgrunnur. Ég er bestur í því sem kennararnir voru bestir í. Þetta segir mér eitt: Við eigum að auka gæði kennslunnar, efla kennaranámið, hefja það lóðrétt upp úr meðalmennskunni; tryggja skólunum framúrskarandi, áhugasama og vel menntaða kennara - á góðum launum. Námsárangurinn eykst sem þessu nemur. Góðir kennarar eru jafn áhrifaríkir og góðir foreldrar. Það má vart á milli sjá hvorir gera börnum meira gagn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, er á réttri leið. Hún býr örugglega að sömu reynslu og ég. Góð kennsla gyllir hugann. Hún er bjargið sem grunnur samfélagsins verður að standa á. Hér botnar Einar Ben mitt erindi: Vilji er allt sem þarf. -SER.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun