Skríllinn hefur völdin Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 28. janúar 2008 06:00 Borgarapressan fer mikinn þessa daga. Orðin valin af vana og ákafa: þar hafa menn lengi sótt þetta orð - skríll - í safnið sitt þegar álasa skal þátttakendum í borgaralegum mótmælum. Og er lengra kemur í orðræðunni koma fyrir önnur orð um mótmælendur: börn, krakkar, unglingar. Yfirvöld eru ofnæm fyrir mótmælum og borgaralegu andófi. Þegar skríllinn tók yfir Torg hins himneska friðar eða ógnaði heimsókn kínverskra valdamanna undir kyrrlátum mótmælum Falun Gong tóku hjörtu valdhafa í tveim löndum kipp: mótmæli trufla framgang valdhafa, draga fram veikleika í embættisfærslum, yfirgang fyrir hagsmunaaðila. Það er víða mótmælt: heit svæði eru í Grafarvogi vegna Sundabrautar, á Baldursgötureit, við Slippinn, Sundin og í Hlíðunum. Þar takast borgaralegar hreyfingar á við valdhafa. Spurningin er bara hvað yfirvöld vilja ganga langt í samningum og eftirgjöf við þá hópa sem fremstir fara í baráttunni. Og hve langt hreyfingar borgara ganga til að koma vilja sínum fram fyrir augliti fjölmiðla og almennings. Hið borgaralega andóf gegn framgangi stjórnvalda og hagsmunaaðila er æ mikilvægari þáttur í skoðanaskiptum og tekur víðast á sig myndir ákafa, árásar, fyrirsátar til að ná athygli fjölmiðla og þess þögla meirihluta sem situr aðgerðalítill hjá og tekur enga afstöðu. Lýðréttindi okkar; skoðanafrelsi, félagafrelsi og ritfrelsi, urðu til fyrir skrílslætin, mótþróa þeirra sem gengu fram og brutu virkin. Margt í eflingu ríkisvalds og opinberra valdstofnana bendir til að almenningur eigi fátt vopna betra en að hópast saman til að hreyfa umræðu. Þannig er í Asíu og austurhluta Evrópu. Lengi hafa menn rætt um nauðsyn þess að auka lýðræðislega þátttöku með tíðari ákvarðanatöku kjósenda með rafrænum hætti. Nýjum meirihluta í Reykjavík væri ekki stætt ef kjósendur hefðu haft um það að segja í liðinni viku. Leifar af fornri götumynd á Laugavegi væru í hættu ef kjósendur væru nú spurðir álits. Áhugaleysi stjórnmálaflokka fyrir beinum ákvörðunum kjósenda um afdrifarík mál er vegna þess að þá misstu þeir völdin í hendur skrílnum. Forræði þeirra væri hnekkt. Íslensk hefð til borgaralegra mótmæla er ekki tveggja alda gömul. Einstök atvik á nítjándu öldinni þykja nú lofsverð. Harkalegir árekstrar síðustu aldar milli borgaralegra andófshreyfinga og valdhafa hræða. Ráðhúsið í Reykjavík var enda ekki hannað með það fyrir augum að auðvelt væri að ryðja pallana á stuttum tíma. Atvik liðinnar viku sýndu líka að borgarfulltrúum er misgefið að tala við reiða kjósendur. Hefð okkar til borgaralegra mótmæla á að þroska og virða. Mönnum ber að hafa það hugfast að félagafrelsið, tjáningarfrelsið og lýðræðið varð til vegna þess að skríllinn heimtaði það okkur til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Borgarapressan fer mikinn þessa daga. Orðin valin af vana og ákafa: þar hafa menn lengi sótt þetta orð - skríll - í safnið sitt þegar álasa skal þátttakendum í borgaralegum mótmælum. Og er lengra kemur í orðræðunni koma fyrir önnur orð um mótmælendur: börn, krakkar, unglingar. Yfirvöld eru ofnæm fyrir mótmælum og borgaralegu andófi. Þegar skríllinn tók yfir Torg hins himneska friðar eða ógnaði heimsókn kínverskra valdamanna undir kyrrlátum mótmælum Falun Gong tóku hjörtu valdhafa í tveim löndum kipp: mótmæli trufla framgang valdhafa, draga fram veikleika í embættisfærslum, yfirgang fyrir hagsmunaaðila. Það er víða mótmælt: heit svæði eru í Grafarvogi vegna Sundabrautar, á Baldursgötureit, við Slippinn, Sundin og í Hlíðunum. Þar takast borgaralegar hreyfingar á við valdhafa. Spurningin er bara hvað yfirvöld vilja ganga langt í samningum og eftirgjöf við þá hópa sem fremstir fara í baráttunni. Og hve langt hreyfingar borgara ganga til að koma vilja sínum fram fyrir augliti fjölmiðla og almennings. Hið borgaralega andóf gegn framgangi stjórnvalda og hagsmunaaðila er æ mikilvægari þáttur í skoðanaskiptum og tekur víðast á sig myndir ákafa, árásar, fyrirsátar til að ná athygli fjölmiðla og þess þögla meirihluta sem situr aðgerðalítill hjá og tekur enga afstöðu. Lýðréttindi okkar; skoðanafrelsi, félagafrelsi og ritfrelsi, urðu til fyrir skrílslætin, mótþróa þeirra sem gengu fram og brutu virkin. Margt í eflingu ríkisvalds og opinberra valdstofnana bendir til að almenningur eigi fátt vopna betra en að hópast saman til að hreyfa umræðu. Þannig er í Asíu og austurhluta Evrópu. Lengi hafa menn rætt um nauðsyn þess að auka lýðræðislega þátttöku með tíðari ákvarðanatöku kjósenda með rafrænum hætti. Nýjum meirihluta í Reykjavík væri ekki stætt ef kjósendur hefðu haft um það að segja í liðinni viku. Leifar af fornri götumynd á Laugavegi væru í hættu ef kjósendur væru nú spurðir álits. Áhugaleysi stjórnmálaflokka fyrir beinum ákvörðunum kjósenda um afdrifarík mál er vegna þess að þá misstu þeir völdin í hendur skrílnum. Forræði þeirra væri hnekkt. Íslensk hefð til borgaralegra mótmæla er ekki tveggja alda gömul. Einstök atvik á nítjándu öldinni þykja nú lofsverð. Harkalegir árekstrar síðustu aldar milli borgaralegra andófshreyfinga og valdhafa hræða. Ráðhúsið í Reykjavík var enda ekki hannað með það fyrir augum að auðvelt væri að ryðja pallana á stuttum tíma. Atvik liðinnar viku sýndu líka að borgarfulltrúum er misgefið að tala við reiða kjósendur. Hefð okkar til borgaralegra mótmæla á að þroska og virða. Mönnum ber að hafa það hugfast að félagafrelsið, tjáningarfrelsið og lýðræðið varð til vegna þess að skríllinn heimtaði það okkur til handa.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun