Beðið um yfirvegaðan leiðara Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2008 00:01 Þorsteinn Pálson, skrifar ritstjórnarpistil 15. Janúar sl. undir yfirskriftinni „Þörf á yfirvegun". Efni pistilsins er kvótakerfið og úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Því miður rísa þessi skrif ekki undir hvatningu höfundar síns. Í upphafi segir ÞP: „Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands." Þorsteinn gagnrýnir síðan álit nefndarinnar og segir að hafi menn óttast valdaframsal til ESB við inngöngu í þann félagsskap sé það hjóm eitt miðað við það að undirgangast kröfur Mannréttindanefndar SÞ hvað sjávarauðlindina áhrærir. Hvað er hæft í þessu? Ekki kem ég auga á neitt. Í álitsgerð Mannréttindanefndarinnar er vísað í upphafsgrein íslenskra laga um stjórn fiskveiða. Þar er kveðið á um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, hvernig ætlunin hafi verið ráðstafa henni tímabundið með lögum sem sett voru árið 1990. Þau „kunni í upphafi að hafa verið sanngjörn og hlutlæg leikregla sem bráðabirgðalausn" en öðru máli gegni þegar lögunum hafi verið beitt til að umbreyta almennri sameign í einkaeign: „Aðildarríkið hefur ekki sýnt fram á að þessi sérstaka skipan og útfærsluform kvótakerfisins samræmist kröfunni um sanngirni." Nefndin ályktar síðan að forréttindi „í mynd varanlegs eignarréttar, sem veitt voru upphaflegum handhöfum kvótans…[séu] ekki byggð á sanngjörnum forsendum." Með öðrum orðum deilan snýst um varanlegan eignarrétt á sjávarauðlindinni og heimildum til að hún gangi kaupum og sölum á grundvelli einkaeignarréttar. Þorsteinn Pálsson segir að nefndin byggi „röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út." Fróðlegt væri að fá nú nýjan og yfirvegaðri ritstjórnarpistil eftir sama höfund þar sem hann skýrði hvers vegna álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna standist ekki stjórnarskrá Íslands því enn hefur stuðningsmönnum núverandi kvótakerfis ekki tekist að þurrka út fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þar sem segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar."Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálson, skrifar ritstjórnarpistil 15. Janúar sl. undir yfirskriftinni „Þörf á yfirvegun". Efni pistilsins er kvótakerfið og úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Því miður rísa þessi skrif ekki undir hvatningu höfundar síns. Í upphafi segir ÞP: „Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands." Þorsteinn gagnrýnir síðan álit nefndarinnar og segir að hafi menn óttast valdaframsal til ESB við inngöngu í þann félagsskap sé það hjóm eitt miðað við það að undirgangast kröfur Mannréttindanefndar SÞ hvað sjávarauðlindina áhrærir. Hvað er hæft í þessu? Ekki kem ég auga á neitt. Í álitsgerð Mannréttindanefndarinnar er vísað í upphafsgrein íslenskra laga um stjórn fiskveiða. Þar er kveðið á um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, hvernig ætlunin hafi verið ráðstafa henni tímabundið með lögum sem sett voru árið 1990. Þau „kunni í upphafi að hafa verið sanngjörn og hlutlæg leikregla sem bráðabirgðalausn" en öðru máli gegni þegar lögunum hafi verið beitt til að umbreyta almennri sameign í einkaeign: „Aðildarríkið hefur ekki sýnt fram á að þessi sérstaka skipan og útfærsluform kvótakerfisins samræmist kröfunni um sanngirni." Nefndin ályktar síðan að forréttindi „í mynd varanlegs eignarréttar, sem veitt voru upphaflegum handhöfum kvótans…[séu] ekki byggð á sanngjörnum forsendum." Með öðrum orðum deilan snýst um varanlegan eignarrétt á sjávarauðlindinni og heimildum til að hún gangi kaupum og sölum á grundvelli einkaeignarréttar. Þorsteinn Pálsson segir að nefndin byggi „röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út." Fróðlegt væri að fá nú nýjan og yfirvegaðri ritstjórnarpistil eftir sama höfund þar sem hann skýrði hvers vegna álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna standist ekki stjórnarskrá Íslands því enn hefur stuðningsmönnum núverandi kvótakerfis ekki tekist að þurrka út fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þar sem segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar."Höfundur er þingmaður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun