Að axla ábyrgð Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2008 06:00 "Ég hef axlað fulla ábyrgð," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ítrekað og telur að í því ljósi geti hann jafnvel orðið aftur borgarstjóri eftir eitt ár og einn mánuð. Eftir þann tíma verður ekki búið að kjósa aftur til borgarstjórnar og það verður því engan veginn ljóst að Vilhjálmur hafi endurunnið traust kjósenda sinna. Þá skiptir það litlu máli hvort hann hafi tekið þátt í því að upplýsa félaga sína í borgarstjórn um atburðarás REI-málsins. Slíkt var einungis eðlilegt hlutverk þáverandi borgarstjóra, æðsta embættismanns borgarinnar, sem á að koma í framkvæmd vilja borgarstjórnar en ekki eigin. Það er ljóst að hans skilningur á því hvað það er að axla ábyrgð á verkum sínum er aðeins á skjön við atburðarásina í borginni síðustu mánuði. Í því felst tvennt. Annars vegar þarf að hafa í huga að Vilhjálmur missti borgarstjórastólinn þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Hann kaus ekki á neinum tímapunkti að standa sjálfviljugur upp úr þeim stól. Að axla ábyrgð á einhverju þýðir að viðkomandi viðurkenni mistök sín og að hann, sjálfviljugur, bjóðist í það minnsta til að hætta eða að segja af sér. Vilhjálmur hafði sjálfur engin áhrif á það í október að hann hætti sem borgarstjóri. Það að hann hafi „lent í því" að missa borgarstjórastólinn er því ekki hægt að túlka sem svo að Vilhjálmur hafi axlað ábyrgð. Það var frekar á honum að sjá og heyra þegar tilkynnt var um nýjan meirihluta að hann hefði verið svikinn af Birni Inga Hrafnssyni sem hefði lofað honum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks myndi standa. Þetta eru ekki orð manns sem er að axla ábyrgð heldur manns sem hefur misst atburðarásina úr höndum sér. Í öðru lagi hefur Vilhjálmur ítrekað vísað ábyrgð á stöðu mála frá sér til undirmanna sinna. Sem borgarstjóri var Vilhjálmur æðsti embættismaður borgarinnar auk þess að vera oddviti stærri stjórnmálaflokksins í meirihlutanum. Hægt er að líkja stöðu borgarstjóra við ráðherra, en ábyrgð ráðherra ætti að vera það rík að jafnvel þó svo að ráðherrar viti ekki hvað undirmenn þeirra gera, bera þeir samt sem áður pólitíska ábyrgð á störfum þeirra. Ráðherrar hafa ítrekað borið því við að sökum mikillar ábyrgðar, verði valdsvið þeirra að vera vítt og þar sem þeir beri ábyrgð verði öll ákvarðanataka að lokum að vera þeirra. Að sama skapi bar Vilhjálmur pólitíska ábyrgð á störfum undirmanna sinna sem unnu að sameiningu REI og Geysis Green Energy. Borgarstjóri getur ekki skýlt sér á bak við það sem hann vissi, eða vissi ekki. Hans starf var að vita. Aukheldur hefur fyrrverandi borgarstjóri ítrekað sagst hafa haft umboð til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar voru fyrir samningsgerðina. Telji hann sig hafa haft það umboð ber hann jafnframt ábyrgðina. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ætli Vilhjálmur sér enn að verða borgarstjóri eftir eitt ár og einn mánuð sýnir það enn fremur að hann ber ekkert skynbragð á hvað það er að axla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
"Ég hef axlað fulla ábyrgð," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ítrekað og telur að í því ljósi geti hann jafnvel orðið aftur borgarstjóri eftir eitt ár og einn mánuð. Eftir þann tíma verður ekki búið að kjósa aftur til borgarstjórnar og það verður því engan veginn ljóst að Vilhjálmur hafi endurunnið traust kjósenda sinna. Þá skiptir það litlu máli hvort hann hafi tekið þátt í því að upplýsa félaga sína í borgarstjórn um atburðarás REI-málsins. Slíkt var einungis eðlilegt hlutverk þáverandi borgarstjóra, æðsta embættismanns borgarinnar, sem á að koma í framkvæmd vilja borgarstjórnar en ekki eigin. Það er ljóst að hans skilningur á því hvað það er að axla ábyrgð á verkum sínum er aðeins á skjön við atburðarásina í borginni síðustu mánuði. Í því felst tvennt. Annars vegar þarf að hafa í huga að Vilhjálmur missti borgarstjórastólinn þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Hann kaus ekki á neinum tímapunkti að standa sjálfviljugur upp úr þeim stól. Að axla ábyrgð á einhverju þýðir að viðkomandi viðurkenni mistök sín og að hann, sjálfviljugur, bjóðist í það minnsta til að hætta eða að segja af sér. Vilhjálmur hafði sjálfur engin áhrif á það í október að hann hætti sem borgarstjóri. Það að hann hafi „lent í því" að missa borgarstjórastólinn er því ekki hægt að túlka sem svo að Vilhjálmur hafi axlað ábyrgð. Það var frekar á honum að sjá og heyra þegar tilkynnt var um nýjan meirihluta að hann hefði verið svikinn af Birni Inga Hrafnssyni sem hefði lofað honum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks myndi standa. Þetta eru ekki orð manns sem er að axla ábyrgð heldur manns sem hefur misst atburðarásina úr höndum sér. Í öðru lagi hefur Vilhjálmur ítrekað vísað ábyrgð á stöðu mála frá sér til undirmanna sinna. Sem borgarstjóri var Vilhjálmur æðsti embættismaður borgarinnar auk þess að vera oddviti stærri stjórnmálaflokksins í meirihlutanum. Hægt er að líkja stöðu borgarstjóra við ráðherra, en ábyrgð ráðherra ætti að vera það rík að jafnvel þó svo að ráðherrar viti ekki hvað undirmenn þeirra gera, bera þeir samt sem áður pólitíska ábyrgð á störfum þeirra. Ráðherrar hafa ítrekað borið því við að sökum mikillar ábyrgðar, verði valdsvið þeirra að vera vítt og þar sem þeir beri ábyrgð verði öll ákvarðanataka að lokum að vera þeirra. Að sama skapi bar Vilhjálmur pólitíska ábyrgð á störfum undirmanna sinna sem unnu að sameiningu REI og Geysis Green Energy. Borgarstjóri getur ekki skýlt sér á bak við það sem hann vissi, eða vissi ekki. Hans starf var að vita. Aukheldur hefur fyrrverandi borgarstjóri ítrekað sagst hafa haft umboð til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar voru fyrir samningsgerðina. Telji hann sig hafa haft það umboð ber hann jafnframt ábyrgðina. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ætli Vilhjálmur sér enn að verða borgarstjóri eftir eitt ár og einn mánuð sýnir það enn fremur að hann ber ekkert skynbragð á hvað það er að axla ábyrgð.