Bæta þarf baklandið Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Í spánnýrri bók sem Margrét Reynisdóttir skrifar og heitir „Þjónusta: Fjöregg viðskiptalífsins“ kemur fram hversu miklu máli skiptir fyrir fyrirtæki að huga að og taka mark á athugasemdum og umkvörtunum viðskiptavina þeirra. Ábendingarnar eru sagðar geta verið uppspretta framfara og sóknar. Væntanlega eru þetta hollráð hverjum þeim sem veitir þjónustu og á það væntanlega bæði við fyrirtæki sem og hið opinbera. Stjórnmálamenn eru þjónar almennings, en þeim hættir stundum við að loka bæði augum og eyrum þegar kemur að ákveðnum málefnum. Sú tilhneiging gæti þó átt eftir að koma þeim í koll þegar langþreyttir „viðskiptavinir“ leita annað. Á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag er krónan í brennidepli, en æ fleiri virðast þeirrar skoðunar að krónan sé hér fremur til trafala en hægðarauka. Þannig upplýsir ráðið í dag um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna þar sem í ljós kemur að tveir af hverjum þremur stjórnendum fyrirtækja vilja kasta krónunni fyrir annan gjaldmiðil. Væntanlega eru þetta raddir sem mark er takandi á. Í markaðsóróa og fjármálakrísu þeirri sem nú ríður yfir heiminn kemur nefnilega í ljós hvar skórinn kreppir í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Smæð hagkerfisins og öfgakenndar sveiflur, þar sem krónan leikur jú stórt hlutverk, virka framandi í augum erlendra greinenda og augljós vantrú þeirra á efnahagslífi hér, sem svo smitar yfir á þau fyrirtæki sem hér starfa. Um leið þurfa fjármálafyrirtæki að hafa hugfast að við núverandi markaðsárferði og starfsumhverfi er þeim hollara að fara fram með gætni og ákveðinni auðmýkt. Þannig getur ekki verið til að auka traust á fjármálafyrirtækjum ef þau berja sér á brjóst fyrir „ásættanlegan árangur“ í erfiðu árferði, en jafna þar út öllu árinu í stað þess að viðurkenna hvernig gengið hefur frá upphafi kreppunnar síðasta hálfa árið. Moody‘s ætlar fyrir mánaðamót að kynna niðurstöðu eigin endurmats á stöðu bankanna vegna hugsanlegrar niðurfærslu á lánshæfismati þeirra. Væntingar voru um að þetta gengi hratt fyrir sig, en virðist nú sem fyrirtækið ætli að leggjast vandlega yfir stöðumatið. Í bankakerfinu telja menn jákvætt að fyrirtækið skoði aðstæður vandlega, enda telja bankarnir sig ágætlega setta. Þeir eru ágætlega fjármagnaðir út árið og standast vel jafnt regluleg sem óregluleg álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Útlit er fyrir að lækki Moody‘s lánshæfiseinkunn bankanna ferðist þeir í heilan hring frá því að vera í febrúar í fyrra uppfærðir í hæstu einkunn Aaa, lækkaðir í apríl í Aa3 og kunna núna að enda á sama stað og lagt var upp í einföldu A-i. Vandi íslensku bankanna felst hins vegar í skorti á trúverðugleika út á við. Í fjármálaóróleika dagsins virðist alveg sama hversu mikla áherslu bankarnir leggja á að kynna fjármögnun sína fram í tímann og arðsemi undirliggjandi rekstrar, þeir búa áfram við himinhátt viðbótarálag á skuldabréfaútgáfu, sem þegar er tekið að hamla þeim og hefur hægt á vexti þeirra. Skuldatryggingarálag bankanna sýnir að þeir njóta ekki þess trausts sem þeir ættu. Spurningin sem vaknar er hvar vandinn liggur. Í nýlegri umfjöllun Moody‘s er bent á að bankarnir hér séu orðnir af þeirri stærð að baklandið kunni að vera ónógt. Það eitt og sér hlýtur að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni, vilji þeir á annað borð að hér eigi stórfyrirtækjum á heimsvísu að vera líft. Viðfangsefni dagsins ætti að vera að tryggja þessum fyrirtækjunum baklandið og starfsumhverfið sem þau þurfa á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun
Í spánnýrri bók sem Margrét Reynisdóttir skrifar og heitir „Þjónusta: Fjöregg viðskiptalífsins“ kemur fram hversu miklu máli skiptir fyrir fyrirtæki að huga að og taka mark á athugasemdum og umkvörtunum viðskiptavina þeirra. Ábendingarnar eru sagðar geta verið uppspretta framfara og sóknar. Væntanlega eru þetta hollráð hverjum þeim sem veitir þjónustu og á það væntanlega bæði við fyrirtæki sem og hið opinbera. Stjórnmálamenn eru þjónar almennings, en þeim hættir stundum við að loka bæði augum og eyrum þegar kemur að ákveðnum málefnum. Sú tilhneiging gæti þó átt eftir að koma þeim í koll þegar langþreyttir „viðskiptavinir“ leita annað. Á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag er krónan í brennidepli, en æ fleiri virðast þeirrar skoðunar að krónan sé hér fremur til trafala en hægðarauka. Þannig upplýsir ráðið í dag um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna þar sem í ljós kemur að tveir af hverjum þremur stjórnendum fyrirtækja vilja kasta krónunni fyrir annan gjaldmiðil. Væntanlega eru þetta raddir sem mark er takandi á. Í markaðsóróa og fjármálakrísu þeirri sem nú ríður yfir heiminn kemur nefnilega í ljós hvar skórinn kreppir í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Smæð hagkerfisins og öfgakenndar sveiflur, þar sem krónan leikur jú stórt hlutverk, virka framandi í augum erlendra greinenda og augljós vantrú þeirra á efnahagslífi hér, sem svo smitar yfir á þau fyrirtæki sem hér starfa. Um leið þurfa fjármálafyrirtæki að hafa hugfast að við núverandi markaðsárferði og starfsumhverfi er þeim hollara að fara fram með gætni og ákveðinni auðmýkt. Þannig getur ekki verið til að auka traust á fjármálafyrirtækjum ef þau berja sér á brjóst fyrir „ásættanlegan árangur“ í erfiðu árferði, en jafna þar út öllu árinu í stað þess að viðurkenna hvernig gengið hefur frá upphafi kreppunnar síðasta hálfa árið. Moody‘s ætlar fyrir mánaðamót að kynna niðurstöðu eigin endurmats á stöðu bankanna vegna hugsanlegrar niðurfærslu á lánshæfismati þeirra. Væntingar voru um að þetta gengi hratt fyrir sig, en virðist nú sem fyrirtækið ætli að leggjast vandlega yfir stöðumatið. Í bankakerfinu telja menn jákvætt að fyrirtækið skoði aðstæður vandlega, enda telja bankarnir sig ágætlega setta. Þeir eru ágætlega fjármagnaðir út árið og standast vel jafnt regluleg sem óregluleg álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Útlit er fyrir að lækki Moody‘s lánshæfiseinkunn bankanna ferðist þeir í heilan hring frá því að vera í febrúar í fyrra uppfærðir í hæstu einkunn Aaa, lækkaðir í apríl í Aa3 og kunna núna að enda á sama stað og lagt var upp í einföldu A-i. Vandi íslensku bankanna felst hins vegar í skorti á trúverðugleika út á við. Í fjármálaóróleika dagsins virðist alveg sama hversu mikla áherslu bankarnir leggja á að kynna fjármögnun sína fram í tímann og arðsemi undirliggjandi rekstrar, þeir búa áfram við himinhátt viðbótarálag á skuldabréfaútgáfu, sem þegar er tekið að hamla þeim og hefur hægt á vexti þeirra. Skuldatryggingarálag bankanna sýnir að þeir njóta ekki þess trausts sem þeir ættu. Spurningin sem vaknar er hvar vandinn liggur. Í nýlegri umfjöllun Moody‘s er bent á að bankarnir hér séu orðnir af þeirri stærð að baklandið kunni að vera ónógt. Það eitt og sér hlýtur að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni, vilji þeir á annað borð að hér eigi stórfyrirtækjum á heimsvísu að vera líft. Viðfangsefni dagsins ætti að vera að tryggja þessum fyrirtækjunum baklandið og starfsumhverfið sem þau þurfa á að halda.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun