Ný gildi á Íslandi 24. nóvember 2008 04:30 Eftir þær sviptingar sem nú hafa orðið í íslensku efnahagslífi er ekki annað hægt að segja en að það sé grátlegt fyrir íslenska alþýðu að horfa uppá það ástand sem nú blasir við þjóðinni. Ástand sem er að langstærstum hluta tilkomið vegna ofþenslu bankakerfisins og græðgisvæðingar sem hér hefur ríkt undanfarin ár í fjármálageiranum. Þjóð sem átti nánast skuldlausan ríkissjóð um síðustu áramót horfir nú upp á stórauknar skuldir þjóðarbúsins vegna græðgisvæðingar útrásarvíkinganna. Það er með miklum ólíkindum að bankarnir skuli hafa náð að skuldsetja sig jafn mikið og raunin varð. Það var löngu orðið ljóst að íslenska hagkerfið hafði enga burði til að standa undir ofvexti íslensku bankana enda voru þeir búnir að vaxa 12 falt umfram þjóðarframleiðslu. Íslenskri alþýðu þessa lands ofbauð þau ofurlaun sem æðstu stjórnendur fjármálageirans fengu. Nægir að nefna í því sambandi laun bankastjóra Kaupþings upp á 64 milljónir á mánuði, árslaun sem námu rúmum 700 milljónum króna, eða þegar bankastjóri Glitnis fékk 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf hjá nýjum banka. Þegar verkalýðshreyfingin og fleiri aðilar gagnrýndu kaupréttarsamninga, bónusa og önnur ofurlaun hjá starfsmönnum fjármálastofnana þá komu skýr svör frá þeim aðilum: ykkur grálúsuga almúganum kemur þetta ekkert við. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur, okkur kom þetta svo sannarlega við. Ég tala nú ekki um þegar þessir snillingar eru búnir að veðsetja íslenska þjóð uppí rjáfur á erlendri grundu og það án vitundar megin þorra almennings þessa lands. Búið var að veðsetja íslenska þjóð fyrir allt að 640 milljarða vegna Icesave reikninga Landsbankans. Ríkisstjórn Íslands hefur nú gengið frá óútfylltum tékka vegna Icesave reikninga og getur sá tékki numið allt að 640 miljörðum, fer allt eftir því hversu langt eignir Landsbankans ganga uppí þessa skuld. Á þessari stundu veit enginn hver hinn endalega upphæð verður sem við og næstu kynslóðir þurfum að greiða vegna græðgisvæðingar þessara manna. Það á að vera skýlaus krafa að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankanna. Það á líka að vera skýlaus krafa að þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig allir þeir eftirlitsaðilar sem brugðust hlutverki sínu. Við vitum hvað gerist ef skipstjóri á skuttogara sofnar á sinni vakt og siglir skipi sínu uppí brimgarð. Jú, hann er sviptur skipstjórnarréttindum tafarlaust og er dæmdur af dómstólum fyrir vítavert gáleysi í starfi. En þeir aðilar sem standa við stýrið á þjóðarskútunni og sigla á 12 mílna ferð beint uppí stórgrýttan brimgarðinn með skelfilegum afleiðingum fyrir allan almenning í þessu landi virðast ekki ætla að axla neina ábyrgð. Allir þessir aðilar segja: ekki benda á mig! Krafa almennings er sú að hér verði tekin upp ný gildi í íslensku samfélagi, gildi sem lúta ekki að græðgi, sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og hroka í garð almennings. Þessi nýju gildi eiga að lúta að réttlæti, jöfnuði og virðingu. Það er klárt mál að það þarf að fara fram uppgjör í þessu samfélagi vegna þess stórslyss sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Slíkt uppgjör getur ekki farið fram nema að boðað verði hér til kosninga og það í síðasta lagi í mars eða apríl. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Eftir þær sviptingar sem nú hafa orðið í íslensku efnahagslífi er ekki annað hægt að segja en að það sé grátlegt fyrir íslenska alþýðu að horfa uppá það ástand sem nú blasir við þjóðinni. Ástand sem er að langstærstum hluta tilkomið vegna ofþenslu bankakerfisins og græðgisvæðingar sem hér hefur ríkt undanfarin ár í fjármálageiranum. Þjóð sem átti nánast skuldlausan ríkissjóð um síðustu áramót horfir nú upp á stórauknar skuldir þjóðarbúsins vegna græðgisvæðingar útrásarvíkinganna. Það er með miklum ólíkindum að bankarnir skuli hafa náð að skuldsetja sig jafn mikið og raunin varð. Það var löngu orðið ljóst að íslenska hagkerfið hafði enga burði til að standa undir ofvexti íslensku bankana enda voru þeir búnir að vaxa 12 falt umfram þjóðarframleiðslu. Íslenskri alþýðu þessa lands ofbauð þau ofurlaun sem æðstu stjórnendur fjármálageirans fengu. Nægir að nefna í því sambandi laun bankastjóra Kaupþings upp á 64 milljónir á mánuði, árslaun sem námu rúmum 700 milljónum króna, eða þegar bankastjóri Glitnis fékk 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf hjá nýjum banka. Þegar verkalýðshreyfingin og fleiri aðilar gagnrýndu kaupréttarsamninga, bónusa og önnur ofurlaun hjá starfsmönnum fjármálastofnana þá komu skýr svör frá þeim aðilum: ykkur grálúsuga almúganum kemur þetta ekkert við. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur, okkur kom þetta svo sannarlega við. Ég tala nú ekki um þegar þessir snillingar eru búnir að veðsetja íslenska þjóð uppí rjáfur á erlendri grundu og það án vitundar megin þorra almennings þessa lands. Búið var að veðsetja íslenska þjóð fyrir allt að 640 milljarða vegna Icesave reikninga Landsbankans. Ríkisstjórn Íslands hefur nú gengið frá óútfylltum tékka vegna Icesave reikninga og getur sá tékki numið allt að 640 miljörðum, fer allt eftir því hversu langt eignir Landsbankans ganga uppí þessa skuld. Á þessari stundu veit enginn hver hinn endalega upphæð verður sem við og næstu kynslóðir þurfum að greiða vegna græðgisvæðingar þessara manna. Það á að vera skýlaus krafa að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankanna. Það á líka að vera skýlaus krafa að þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig allir þeir eftirlitsaðilar sem brugðust hlutverki sínu. Við vitum hvað gerist ef skipstjóri á skuttogara sofnar á sinni vakt og siglir skipi sínu uppí brimgarð. Jú, hann er sviptur skipstjórnarréttindum tafarlaust og er dæmdur af dómstólum fyrir vítavert gáleysi í starfi. En þeir aðilar sem standa við stýrið á þjóðarskútunni og sigla á 12 mílna ferð beint uppí stórgrýttan brimgarðinn með skelfilegum afleiðingum fyrir allan almenning í þessu landi virðast ekki ætla að axla neina ábyrgð. Allir þessir aðilar segja: ekki benda á mig! Krafa almennings er sú að hér verði tekin upp ný gildi í íslensku samfélagi, gildi sem lúta ekki að græðgi, sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og hroka í garð almennings. Þessi nýju gildi eiga að lúta að réttlæti, jöfnuði og virðingu. Það er klárt mál að það þarf að fara fram uppgjör í þessu samfélagi vegna þess stórslyss sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Slíkt uppgjör getur ekki farið fram nema að boðað verði hér til kosninga og það í síðasta lagi í mars eða apríl. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun