Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum 13. apríl 2008 12:04 Einar Jónsson horfði á sínar stelpur hleypa Gróttu inn í leikinn í seinni hálfleik. Fréttablaið/Vilhelm Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi
Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira