Harrington vann sitt annað risamót í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 08:04 Nick Faldo óskar hér Harrington til hamingju með sigurinn. Nordic Photos / Getty Images Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig." Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig."
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira