Umhverfisstefna fyrir sjávarútveginn Árni Finnsson skrifar 14. júní 2008 00:01 Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar