Tiger vann sögulegan sigur með fugli á 72. holu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2008 09:58 Tiger fagnar eftir að hafa sett niður fugl á átjándu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods vann sitt fimmta mót á PGA-mótaröðinni í golfi í röð með því að setja niður 7,5 metra pútt á átjándu og síðustu holu Arnold Palmer-mótsins í gær. Það má sjá myndband af atvikinu og viðtal við Tiger á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar, pgatour.com. Tiger er enn ósigraður á þessu ári en hann var nokkuð lengi að ná sínu besta fram á Flórída um helgina. Hann var efstur fyrir keppnisdaginn ásamt fjórum öðrum. Tiger lék samtals á tíu höggum undir pari en Bart Bryant kom næstur á níu höggum undir pari. Vijay Singh, Sean O'Hair og Bubba Watson voru einnig í fyrsta sætinu fyrir lokakeppnisdaginn en náðu ekki að halda í við þá Tiger og Bryant. Bart Bryant varð fyrsti maðurinn í 21 ár til að spila alla fjóra hringina undir 70 höggum. Hann lék á 68 höggum fyrstu þrjá dagana en á 67 höggum í gær. Tiger vann sinn 64. sigur á ferlinum og jafnaði þar með árangur Ben Hogan sem er í þriðja sæti yfir sigursælustu kylfinga í sögu PGA-mótaraðarinnar. Sam Snead vann 82 sigra á ferlinum og Jack Nicklaus 72 talsins. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods vann sitt fimmta mót á PGA-mótaröðinni í golfi í röð með því að setja niður 7,5 metra pútt á átjándu og síðustu holu Arnold Palmer-mótsins í gær. Það má sjá myndband af atvikinu og viðtal við Tiger á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar, pgatour.com. Tiger er enn ósigraður á þessu ári en hann var nokkuð lengi að ná sínu besta fram á Flórída um helgina. Hann var efstur fyrir keppnisdaginn ásamt fjórum öðrum. Tiger lék samtals á tíu höggum undir pari en Bart Bryant kom næstur á níu höggum undir pari. Vijay Singh, Sean O'Hair og Bubba Watson voru einnig í fyrsta sætinu fyrir lokakeppnisdaginn en náðu ekki að halda í við þá Tiger og Bryant. Bart Bryant varð fyrsti maðurinn í 21 ár til að spila alla fjóra hringina undir 70 höggum. Hann lék á 68 höggum fyrstu þrjá dagana en á 67 höggum í gær. Tiger vann sinn 64. sigur á ferlinum og jafnaði þar með árangur Ben Hogan sem er í þriðja sæti yfir sigursælustu kylfinga í sögu PGA-mótaraðarinnar. Sam Snead vann 82 sigra á ferlinum og Jack Nicklaus 72 talsins.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira