Grísalundir með ananassalsa 26. júní 2008 16:16 LeiðbeiningarNuddið grísalundirnar með 3 msk af olíu og kryddið svo með chilipipar og 2 msk af salti, pipar og oregano. Nuddið þá hvítlauknum og 1 msk af limesafanum yfir og látið standa í 45 mín. Hitið grillið vel og setjið lundina á heitasta staðinn á grillinu. Grillið lundina í 5 mín á hvorri hlið, lækkið hitann niður í lægstu stillingu og haldið áfram að grilla í 3-4 mín á hvorri hlið. Takið lundina af grillinu, látið standa í nokkrar mínútur, skerið lundina svo niður, hellið kóríandermyntuolíunni yfir og berið fram með ananassalsa.1 kg grísalundir6 msk jómfrúarolía1 msk malaður chili pipar2 tsk salt1 tsk nýmalaður svartur pipar1 tsk þurrkað oregano1 ½ msk saxaður hvítlaukur3 msk safi úr limeAnanassalsaPenslið ananassneiðarnar með 1 msk olíu og grillið í 4 mín á hvorri hlið, takið af grillinu og látið kólna. Skerið kjarnann úr ananasinum og saxið restina og setjið í skál. Bætið rauðlauk, 2 msk af limesafa, 2 msk af olíu, jalapenopipar, papriku og kóríander, saltið og látið standa á meðan grísalundin er grilluð.1 ananas afhýddur og skorinn í sneiðar3 msk jómfrúarolía2 rauðlaukar, saxaðir2 msk jalapeno pipar, saxaður1 rauð paprika, söxuð1 msk saxaður ferskur kóríanderKóríandermyntuolíaSetjið jurtirnar í matvinnsluvél og maukið, lækkið hraðann á vélinni og hellið olíunni varlega fyrst í lítilli bunu út í og kryddið svo með salti og pipar.1 búnt ferskt kóríander10 fersk myntulauf2 dl jómfrúarolíasjávarsalt og nýmalaður pipar Grillréttir Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
LeiðbeiningarNuddið grísalundirnar með 3 msk af olíu og kryddið svo með chilipipar og 2 msk af salti, pipar og oregano. Nuddið þá hvítlauknum og 1 msk af limesafanum yfir og látið standa í 45 mín. Hitið grillið vel og setjið lundina á heitasta staðinn á grillinu. Grillið lundina í 5 mín á hvorri hlið, lækkið hitann niður í lægstu stillingu og haldið áfram að grilla í 3-4 mín á hvorri hlið. Takið lundina af grillinu, látið standa í nokkrar mínútur, skerið lundina svo niður, hellið kóríandermyntuolíunni yfir og berið fram með ananassalsa.1 kg grísalundir6 msk jómfrúarolía1 msk malaður chili pipar2 tsk salt1 tsk nýmalaður svartur pipar1 tsk þurrkað oregano1 ½ msk saxaður hvítlaukur3 msk safi úr limeAnanassalsaPenslið ananassneiðarnar með 1 msk olíu og grillið í 4 mín á hvorri hlið, takið af grillinu og látið kólna. Skerið kjarnann úr ananasinum og saxið restina og setjið í skál. Bætið rauðlauk, 2 msk af limesafa, 2 msk af olíu, jalapenopipar, papriku og kóríander, saltið og látið standa á meðan grísalundin er grilluð.1 ananas afhýddur og skorinn í sneiðar3 msk jómfrúarolía2 rauðlaukar, saxaðir2 msk jalapeno pipar, saxaður1 rauð paprika, söxuð1 msk saxaður ferskur kóríanderKóríandermyntuolíaSetjið jurtirnar í matvinnsluvél og maukið, lækkið hraðann á vélinni og hellið olíunni varlega fyrst í lítilli bunu út í og kryddið svo með salti og pipar.1 búnt ferskt kóríander10 fersk myntulauf2 dl jómfrúarolíasjávarsalt og nýmalaður pipar
Grillréttir Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira