Haukar urðu deildarmeistarar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:31 Aron Kristjánsson, þjálfari deildarmeistara Hauka. Mynd/Daníel Haukar eru deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta eftir jafntefli við HK á heimavelli í dag. Haukar eru með 31 stig og Valur 29 en vegna innbyrðis viðureigna getur Valur ekki náð Haukum þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Leikur Hauka og HK endaði 27-27, Valur vann Akureyri 26-24, Fram vann FH 30-26 og Stjarnan vann Víking 28-32. Leikur Hauka og HK var kaflaskiptur til að byrja með. Haukar komust í 6-2 áður en HK vaknaði og skoraði sex mörk í röð. HK komst síðan í 15-11 en Haukar komust yfir í 17-16 áður en HK skoraði síðasta mark hálfleiksins. Staðan 17-17 í leikhléi. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en það var lítið skorað. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en HK náði að jafna. Haukar höfðu boltann þegar hálf mínúta var eftir, tóku leikhlé, og reyndu ekki einu sinni að skora, heldur létu tímann bara renna út. Þeir urðu þar með deildarmeistarar en Valur, sem vann Akureyri, er í öðru sæti. Sigurbergur Sveinsson skoraði átta mörk fyrir Hauka, Andri Stefan sjö og Kári Kristján Kristjánsson sex. Valdimar Fannar Þórsson skoraði níu mörk fyrir HK, Gunnar Steinn Jónsson fimm og Ragnar Hjaltested fjögur. Valsmenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á baráttuglöðum Akureyringum. Akureyri var 11-12 yfir í hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, 13-17. Valur jafnaði þó leikinn sem var í járnum allt til enda. Akureyringar voru skrefinu á undan en Valsmenn náðu jafn harðan að jafna og komust yfir með marki úr víti þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Akureyri náði ekki að skora og Valsmenn tryggðu sér 26-24 sigur með síðasta markinu um leið og flautan gall. Valsmenn lenda í öðru sæti deildarinnar en Akureyringar eru komnir með bakið upp við vegg. Þeir fá Fram í heimsókn í lokaumferðinni um næstu helgi en Stjarnan mætir Haukum. Ef Stjarnan vinnur og Akureyri tapar hafa liðin sætaskipti og Akureyri þarf að fara í aukaleiki um laust sæti í deildinni þar sem Stjarnan vann Víking í dag. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina: 1. Haukar - 31 stig 2. Valur - 29 stig 3. HK - 23 stig 4. Fram - 23 stig 5. FH - 18 stig 6. Akureyri - 16 stig 7. Stjarnan - 15 stig 8. Víkingur - 5 stigLokaumferðin, sunnudaginn 5. apríl: Akureyri - Fram HK - Valur Stjarnan - Haukar FH - Víkingur Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Haukar eru deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta eftir jafntefli við HK á heimavelli í dag. Haukar eru með 31 stig og Valur 29 en vegna innbyrðis viðureigna getur Valur ekki náð Haukum þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Leikur Hauka og HK endaði 27-27, Valur vann Akureyri 26-24, Fram vann FH 30-26 og Stjarnan vann Víking 28-32. Leikur Hauka og HK var kaflaskiptur til að byrja með. Haukar komust í 6-2 áður en HK vaknaði og skoraði sex mörk í röð. HK komst síðan í 15-11 en Haukar komust yfir í 17-16 áður en HK skoraði síðasta mark hálfleiksins. Staðan 17-17 í leikhléi. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en það var lítið skorað. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en HK náði að jafna. Haukar höfðu boltann þegar hálf mínúta var eftir, tóku leikhlé, og reyndu ekki einu sinni að skora, heldur létu tímann bara renna út. Þeir urðu þar með deildarmeistarar en Valur, sem vann Akureyri, er í öðru sæti. Sigurbergur Sveinsson skoraði átta mörk fyrir Hauka, Andri Stefan sjö og Kári Kristján Kristjánsson sex. Valdimar Fannar Þórsson skoraði níu mörk fyrir HK, Gunnar Steinn Jónsson fimm og Ragnar Hjaltested fjögur. Valsmenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á baráttuglöðum Akureyringum. Akureyri var 11-12 yfir í hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, 13-17. Valur jafnaði þó leikinn sem var í járnum allt til enda. Akureyringar voru skrefinu á undan en Valsmenn náðu jafn harðan að jafna og komust yfir með marki úr víti þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Akureyri náði ekki að skora og Valsmenn tryggðu sér 26-24 sigur með síðasta markinu um leið og flautan gall. Valsmenn lenda í öðru sæti deildarinnar en Akureyringar eru komnir með bakið upp við vegg. Þeir fá Fram í heimsókn í lokaumferðinni um næstu helgi en Stjarnan mætir Haukum. Ef Stjarnan vinnur og Akureyri tapar hafa liðin sætaskipti og Akureyri þarf að fara í aukaleiki um laust sæti í deildinni þar sem Stjarnan vann Víking í dag. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina: 1. Haukar - 31 stig 2. Valur - 29 stig 3. HK - 23 stig 4. Fram - 23 stig 5. FH - 18 stig 6. Akureyri - 16 stig 7. Stjarnan - 15 stig 8. Víkingur - 5 stigLokaumferðin, sunnudaginn 5. apríl: Akureyri - Fram HK - Valur Stjarnan - Haukar FH - Víkingur
Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira