GR og GKG spila til úrslita í Sveitakeppni karla í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2009 09:00 Birgir Leifur Hafþórsson er í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Mynd/Elísabet Golfklúbbur Reykjavíkur mætir Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik Sveitakeppninnar í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. GR vann 3-2 sigur á Golfklúbbi Kjalar í undanúrslitunum en GKG vann 3-2 sigur á Keilismönnum í hinum undanúrslitaleiknum. GR og GKG unnu líka bæði sinn riðil í riðlakeppninni. Golfklúbburinn Keilir er núverandi sveitameistari þannig að það er ljóst að nýir meistarar verða krýndir í dag. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann síðast árið 2007 en það eru sex ár síðan Golfkúbbur Reykjavíkur vann sveitakeppnina. Í úrslitaleiknum í dag mætast eftirtaldi kylfingar: Alfreð B. Kristinsson, GKG mætir Birgi Guðjónssyni, GR Starkaður Sigurðsson, GKG mætir Stefáni Má Stefánssynir, GR Birgir Leifur Hafþórsson, GKG mætir Ottó Sigurðssynir, GR Sigmundur Einar Másson, GKG mætir Þórði R. Gissurarsyni, GR Kjartan D. Kjartansson og Guðjón H. Hilmarsson úr GKG mæta Arnóri I. Finnbjörnssyni og Arnari S. Hákonarsyni úr GR í fjórmenningi. Keppni í 1. deild kvenna fer fram Garðavelli og þar mætast Golfkúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir í úrslitaleiknum en Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbburinn Kjölur spila um 3. sætið. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfklúbbur Reykjavíkur mætir Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik Sveitakeppninnar í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. GR vann 3-2 sigur á Golfklúbbi Kjalar í undanúrslitunum en GKG vann 3-2 sigur á Keilismönnum í hinum undanúrslitaleiknum. GR og GKG unnu líka bæði sinn riðil í riðlakeppninni. Golfklúbburinn Keilir er núverandi sveitameistari þannig að það er ljóst að nýir meistarar verða krýndir í dag. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann síðast árið 2007 en það eru sex ár síðan Golfkúbbur Reykjavíkur vann sveitakeppnina. Í úrslitaleiknum í dag mætast eftirtaldi kylfingar: Alfreð B. Kristinsson, GKG mætir Birgi Guðjónssyni, GR Starkaður Sigurðsson, GKG mætir Stefáni Má Stefánssynir, GR Birgir Leifur Hafþórsson, GKG mætir Ottó Sigurðssynir, GR Sigmundur Einar Másson, GKG mætir Þórði R. Gissurarsyni, GR Kjartan D. Kjartansson og Guðjón H. Hilmarsson úr GKG mæta Arnóri I. Finnbjörnssyni og Arnari S. Hákonarsyni úr GR í fjórmenningi. Keppni í 1. deild kvenna fer fram Garðavelli og þar mætast Golfkúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir í úrslitaleiknum en Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbburinn Kjölur spila um 3. sætið.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira