Skuldir og framtíðin 24. ágúst 2009 06:00 Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar