Ekki okra á örygginu Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. október 2009 06:00 :Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Árlega smitast þúsundir af kynsjúkdómum hér á landi. Smokkurinn er eina vörnin gegn flestum þessara sjúkdóma. Reikniformúlan er einföld. Ódýrir smokkar eru frekar notaðir en dýrir. Ódýrir smokkar verja fólk fyrir sjúkdómum. Dýrari smokkar þýða að fleiri veikjast. Viljum við að pyngjan ráði því hvort fólk sé heilbrigt? Getnaðarvarnir gera fólki kleift að stjórna barneignum sínum, og hafa þannig verið mikilvægur þáttur í aukinni aðkomu kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins undanfarna áratugi - hvort sem er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða innan stjórnmálanna. Skert aðgengi að getnaðarvörnum hefur því í för með sér félagslegt óréttlæti, þar sem efnahagur fer að stýra því um of hversu mikinn þátt konur geta tekið í samfélaginu. Nóg er óréttlætið fyrir, þar sem ábyrgðinni á getnaðarvörnum er oftast að fullu velt yfir á konur. Óttinn við svínaflensuna varð til þess að bóluefni fyrir 380 milljónir króna var pantað. Bóluefni sem alls óvíst er að virki. Smokkurinn er hins vegar eina vörnin gegn klamydíu, sárasótt, lekanda og fleiri stórhættulegum sjúkdómum. Hvers vegna stökkva heilbrigðisyfirvöld ekki upp til handa og fóta til að sporna við þeim, líkt og þau gera vegna svínaflensunnar? Stjórnvöld verða að bregðast við þessu ekki seinna en strax. Höfundur situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
:Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Árlega smitast þúsundir af kynsjúkdómum hér á landi. Smokkurinn er eina vörnin gegn flestum þessara sjúkdóma. Reikniformúlan er einföld. Ódýrir smokkar eru frekar notaðir en dýrir. Ódýrir smokkar verja fólk fyrir sjúkdómum. Dýrari smokkar þýða að fleiri veikjast. Viljum við að pyngjan ráði því hvort fólk sé heilbrigt? Getnaðarvarnir gera fólki kleift að stjórna barneignum sínum, og hafa þannig verið mikilvægur þáttur í aukinni aðkomu kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins undanfarna áratugi - hvort sem er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða innan stjórnmálanna. Skert aðgengi að getnaðarvörnum hefur því í för með sér félagslegt óréttlæti, þar sem efnahagur fer að stýra því um of hversu mikinn þátt konur geta tekið í samfélaginu. Nóg er óréttlætið fyrir, þar sem ábyrgðinni á getnaðarvörnum er oftast að fullu velt yfir á konur. Óttinn við svínaflensuna varð til þess að bóluefni fyrir 380 milljónir króna var pantað. Bóluefni sem alls óvíst er að virki. Smokkurinn er hins vegar eina vörnin gegn klamydíu, sárasótt, lekanda og fleiri stórhættulegum sjúkdómum. Hvers vegna stökkva heilbrigðisyfirvöld ekki upp til handa og fóta til að sporna við þeim, líkt og þau gera vegna svínaflensunnar? Stjórnvöld verða að bregðast við þessu ekki seinna en strax. Höfundur situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun