Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi Ómar Þorgeirsson skrifar 30. júní 2009 22:30 Úr leik Stjörnunnar og Vals síðasta sumar. Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira