Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. júní 2009 06:00 Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun