Glover: Ætti að geta spilað svona í hverri viku Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júní 2009 21:00 Lucas Glover. Nordic photos/AFP Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag. Hinn 29 ára Glover var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann spilaði á 73 höggum en það dugði til sigurs. „Þetta var spurning um þolinmæði í dag. Völlurinn er skemmtilegur en erfiður og lét okkur alla finna vel fyrir því," segir Glover. Besti árangur Glover fyrir sigurinn var þegar hann deildi tuttugasta sætinu á Masters-mótinu árið 2007 og því var kylfingurinn að taka stórt skref. „Fyrst að ég vann þetta stórmót þá ætti ég að geta spilað svona í hverri viku. Þetta gefur mér í það minnsta mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera," segir Glover. Ricky Barnes, David Duval og Phil Mickelson deildu öðru sætinu í mótinu en þetta var í fimmta skiptið sem að Mickelson, eða „Lefty" eins og hann er stundum kallaður, varð að sætta sig við annað sætið á Opna-bandaríska meistaramótinu. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag. Hinn 29 ára Glover var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann spilaði á 73 höggum en það dugði til sigurs. „Þetta var spurning um þolinmæði í dag. Völlurinn er skemmtilegur en erfiður og lét okkur alla finna vel fyrir því," segir Glover. Besti árangur Glover fyrir sigurinn var þegar hann deildi tuttugasta sætinu á Masters-mótinu árið 2007 og því var kylfingurinn að taka stórt skref. „Fyrst að ég vann þetta stórmót þá ætti ég að geta spilað svona í hverri viku. Þetta gefur mér í það minnsta mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera," segir Glover. Ricky Barnes, David Duval og Phil Mickelson deildu öðru sætinu í mótinu en þetta var í fimmta skiptið sem að Mickelson, eða „Lefty" eins og hann er stundum kallaður, varð að sætta sig við annað sætið á Opna-bandaríska meistaramótinu.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira