Allt pakkað og mikill hiti 23. janúar 2009 16:54 Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR „Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira