Keflavík í undanúrslitin 17. mars 2009 21:00 Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira