Vandi grunnskóla Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 22. desember 2009 06:00 Víða blasir vandi við rekstri sveitarfélaga á komandi ári. Þegar er hafinn niðurskurður í þjónustu, þar á meðal í rekstri grunnskólans. Hafa sveitarfélögin óskað eftir aðkomu Kennarasambands Íslands að því máli, en þá ber svo við að allt í einu hafa þeir í Kennarasambandinu ekkert við sinn viðsemjanda að tala. Ákafir hafa þeir verið undanfarna áratugi að tala á ábyrgan máta við sveitarfélögin um launakjör sín og haft hátt um nauðsyn þess að styrkja grunnskólann. Þessu hafa sveitarfélögin mætt af skilningi: ekki eru liðin mörg misserin síðan grunnskólakennurum var færð mikil launahækkun, svo mikil að óljúgfróðir menn telja launakostnað skólanna hafa hækkað um fimmtung milli ára. Og eftir því hækkuðu öll viðmið, meðal annars launatengd gjöld vegna kennara. Þá voru kennarar til viðtals en nú er ekki smuga á samtali. Reyndar hefur allur kostnaður samkvæmt útreikningum Hagstofunnar í grunnskólakerfinu hækkað: Þar hefur mannahald aukist mikið á tíu ára tímabili, öðru starfsfólki en kennurum hefur á áratug fjölgað um 63 prósent. Kostnaður á hvern nemenda samkvæmt útreikningum sama aðila hefur hækkað, var á hvern nemanda að meðaltali 1.154 þúsund krónur 2008 en var fjórum árum áður 927 þúsund 2004. Leikmaður getur ályktað tvennt: á fjórum árum hefur þjónustan batnað svona mikið með auknu starfsfólki eða grunnskólakerfið er illa rekið. Þá má líta á árangurinn: eru kennarar sem fengu fimmtungs launahækkun á einu ári fyrir stuttu að standa sig rosalega vel? Sumir eru það, jafnvel við erfiðar aðstæður, skólinn fyrir alla þýðir jú að í sama bekkinn eru settir nemendur á vænum rítalínskammti á dag og svo fjölfatlaðir einstaklingar að þeir þurfa manninn með sér. Mælingar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sýna aftur að sem menntakerfi er grunnskólinn illa settur, við erum að útskrifa marga slaka nemendur úr honum ár eftir ár sem svo framhaldsskólakerfið tekur við - eða ekki. Minna má á umræðu liðins vors þar sem framhaldskólar vísuðu fjölda nemenda frá vegna slaks árangurs - ekki bara nemenda - heldur líka kennara, jafnvel foreldra því nám barna verður ekki leyst innan veggja skólanna einvörðungu. Þeir eru heldur ekki geymslustaðir fyrir börn eins og leikskólarnir eru orðnir frá 8 til 17 fimm daga vikunnar. Það er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi. Nú þegar kreppir að og spyrja verður alvarlegra spurninga um inntak og árangur skólastarfsins, þar sem taka verður til baka lengingu skólaársins sem skilaði sér ekki í öðru en í nokkrum viðbótar leikdögum fyrir börnin og vonandi einum auka starfsdegi fyrir kennara, þá er brýnt að kennarar komi að því borði. Þeir verða að gera það hvort sem pótintátum þeirra á Laufásveginum líkar betur eða verr. Foreldrar um allt land sem greiða þeim laun árið um kring eiga kröfu til þeirrar ábyrgu afstöðu. Svo lengi hefur almenningur staðið með kjarabaráttu kennara án þess að þekkja til hlítar þau ótrúlegu starfskjör sem stéttin hefur áunnið sér í kjarasamningum sem koma hverjum manni á óvart sem kynnir sér þau. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaga hefur leitt til þess að löggjafinn hefur mátt af algjöru ábyrgðarleysi hlaða skyldum á skólana og ráðskast með hag sveitarfélaga. Nú fær ríkisvaldið reikninginn í hausinn og á endanum er það almenningur og fyrirtækin í landinu sem borga. En Kennarasamband Íslands verður ekki stikkfrí í því uppgjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun
Víða blasir vandi við rekstri sveitarfélaga á komandi ári. Þegar er hafinn niðurskurður í þjónustu, þar á meðal í rekstri grunnskólans. Hafa sveitarfélögin óskað eftir aðkomu Kennarasambands Íslands að því máli, en þá ber svo við að allt í einu hafa þeir í Kennarasambandinu ekkert við sinn viðsemjanda að tala. Ákafir hafa þeir verið undanfarna áratugi að tala á ábyrgan máta við sveitarfélögin um launakjör sín og haft hátt um nauðsyn þess að styrkja grunnskólann. Þessu hafa sveitarfélögin mætt af skilningi: ekki eru liðin mörg misserin síðan grunnskólakennurum var færð mikil launahækkun, svo mikil að óljúgfróðir menn telja launakostnað skólanna hafa hækkað um fimmtung milli ára. Og eftir því hækkuðu öll viðmið, meðal annars launatengd gjöld vegna kennara. Þá voru kennarar til viðtals en nú er ekki smuga á samtali. Reyndar hefur allur kostnaður samkvæmt útreikningum Hagstofunnar í grunnskólakerfinu hækkað: Þar hefur mannahald aukist mikið á tíu ára tímabili, öðru starfsfólki en kennurum hefur á áratug fjölgað um 63 prósent. Kostnaður á hvern nemenda samkvæmt útreikningum sama aðila hefur hækkað, var á hvern nemanda að meðaltali 1.154 þúsund krónur 2008 en var fjórum árum áður 927 þúsund 2004. Leikmaður getur ályktað tvennt: á fjórum árum hefur þjónustan batnað svona mikið með auknu starfsfólki eða grunnskólakerfið er illa rekið. Þá má líta á árangurinn: eru kennarar sem fengu fimmtungs launahækkun á einu ári fyrir stuttu að standa sig rosalega vel? Sumir eru það, jafnvel við erfiðar aðstæður, skólinn fyrir alla þýðir jú að í sama bekkinn eru settir nemendur á vænum rítalínskammti á dag og svo fjölfatlaðir einstaklingar að þeir þurfa manninn með sér. Mælingar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sýna aftur að sem menntakerfi er grunnskólinn illa settur, við erum að útskrifa marga slaka nemendur úr honum ár eftir ár sem svo framhaldsskólakerfið tekur við - eða ekki. Minna má á umræðu liðins vors þar sem framhaldskólar vísuðu fjölda nemenda frá vegna slaks árangurs - ekki bara nemenda - heldur líka kennara, jafnvel foreldra því nám barna verður ekki leyst innan veggja skólanna einvörðungu. Þeir eru heldur ekki geymslustaðir fyrir börn eins og leikskólarnir eru orðnir frá 8 til 17 fimm daga vikunnar. Það er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi. Nú þegar kreppir að og spyrja verður alvarlegra spurninga um inntak og árangur skólastarfsins, þar sem taka verður til baka lengingu skólaársins sem skilaði sér ekki í öðru en í nokkrum viðbótar leikdögum fyrir börnin og vonandi einum auka starfsdegi fyrir kennara, þá er brýnt að kennarar komi að því borði. Þeir verða að gera það hvort sem pótintátum þeirra á Laufásveginum líkar betur eða verr. Foreldrar um allt land sem greiða þeim laun árið um kring eiga kröfu til þeirrar ábyrgu afstöðu. Svo lengi hefur almenningur staðið með kjarabaráttu kennara án þess að þekkja til hlítar þau ótrúlegu starfskjör sem stéttin hefur áunnið sér í kjarasamningum sem koma hverjum manni á óvart sem kynnir sér þau. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaga hefur leitt til þess að löggjafinn hefur mátt af algjöru ábyrgðarleysi hlaða skyldum á skólana og ráðskast með hag sveitarfélaga. Nú fær ríkisvaldið reikninginn í hausinn og á endanum er það almenningur og fyrirtækin í landinu sem borga. En Kennarasamband Íslands verður ekki stikkfrí í því uppgjöri.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun