Með lögum skal land byggja Jón Gunnarsson skrifar 29. júlí 2009 06:00 Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun