Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri 29. maí 2010 06:00 Evrópusamtökin segja unga bændur slíta orð Angelu Merkel úr samhengi. Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira