Fundum frestað - ekki blásnir af Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2010 12:53 Ráðhús Reykjavíkur. Mynd/ GVA. Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri sem birtist hér á Vísi í morgun komi fram að áætlun hafi verið breytt. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. „Þeir verða haldnir síðar á árinu, samkvæmt ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, sem fannst ekki rétt að efna til hefðbundinna hverfafunda borgarstjóra á kostnað borgarbúa nú stuttu fyrir kosningar. Hanna Birna mun eiga fundi með íbúum í hverfum borgarinnar í aðdraganda kosninga en ekki á kostnað borgarinnar. Hanna Birna hefur átt fjölmarga fundi í hverfum borgarinnar og hún og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs áttu á síðasta ári fundi í öllum þjónustumiðstöðvum hverfa borgarinnar með fulltrúum skóla, íþróttafélaga, lögreglu og annarra lykilaðila í hverfum. Þá var nýjung að halda Hugmyndaþing í haust í Ráðhúsi Reykjavíkur og auk þess hafa verið haldnir fundir með hverfisráðum, nú síðast opinn fundur með hverfisráði miðborgar. Undanfarið hafa verið stigin mikilvæg skref hjá Reykjavíkurborgar í að efla hverfin með verkefnum eins og 1,2 og Reykjavík og síðast með Kjóstu verkefni í þínu hverfi í desember á síðasta ári þar sem borgarbúum gafst tækifæri til að forgangsraða smærri framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverju hverfi fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í framhaldi af umræðum á Hugmyndaþingi og fram komnum óskum íbúa er ætlunin að auka þjónustu við borgarbúa í hverfunum enn betur á næstunni, m.a. með því að auka rafræna þjónustu, upplýsingagátt um þjónustu, framkvæmdir og úrbætur, framgang lýðræðisverkefnisins og sérstökum á ábendingarvef fyrir hvert hverfi," segir í tölvupósti frá aðstoðarmanni borgarstjóra. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri sem birtist hér á Vísi í morgun komi fram að áætlun hafi verið breytt. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. „Þeir verða haldnir síðar á árinu, samkvæmt ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, sem fannst ekki rétt að efna til hefðbundinna hverfafunda borgarstjóra á kostnað borgarbúa nú stuttu fyrir kosningar. Hanna Birna mun eiga fundi með íbúum í hverfum borgarinnar í aðdraganda kosninga en ekki á kostnað borgarinnar. Hanna Birna hefur átt fjölmarga fundi í hverfum borgarinnar og hún og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs áttu á síðasta ári fundi í öllum þjónustumiðstöðvum hverfa borgarinnar með fulltrúum skóla, íþróttafélaga, lögreglu og annarra lykilaðila í hverfum. Þá var nýjung að halda Hugmyndaþing í haust í Ráðhúsi Reykjavíkur og auk þess hafa verið haldnir fundir með hverfisráðum, nú síðast opinn fundur með hverfisráði miðborgar. Undanfarið hafa verið stigin mikilvæg skref hjá Reykjavíkurborgar í að efla hverfin með verkefnum eins og 1,2 og Reykjavík og síðast með Kjóstu verkefni í þínu hverfi í desember á síðasta ári þar sem borgarbúum gafst tækifæri til að forgangsraða smærri framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverju hverfi fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í framhaldi af umræðum á Hugmyndaþingi og fram komnum óskum íbúa er ætlunin að auka þjónustu við borgarbúa í hverfunum enn betur á næstunni, m.a. með því að auka rafræna þjónustu, upplýsingagátt um þjónustu, framkvæmdir og úrbætur, framgang lýðræðisverkefnisins og sérstökum á ábendingarvef fyrir hvert hverfi," segir í tölvupósti frá aðstoðarmanni borgarstjóra.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53