Kaymer vann eftir umspil og ótrúlega dramatík Hjalti Þór Hreinsson skrifar 16. ágúst 2010 09:00 Kaymer. GettyImages Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira