Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 16. nóvember 2010 14:45 David Ginola hefur gríðarlegan áhuga á golfi. Nordic Photos/Getty Images „Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. Ginola hefur tekið að sér það hlutverk að koma Frakklandi á „golfkortið" og er hann í nefnd sem vinnur að því að Frakkar fái Ryderkeppnina árið 2018 á Golf National í París. Það er ekki eina stóra verkefnið sem hann hefur tekið að sér en Ginola er stórhuga og ætlar sér á atvinnumótaröð eldri kylfinga. Hann prófaði golf í fyrsta sinn í bakgarði hjá vini sínum árið 1992 og frá þeim tíma hefur hann lækkað forgjöf sína verulega en hann er með 4 í forgjöf. „Ég hef sjö ár til stefnu og ég hef sett mér það markmið að komast niður í núll í forgjöf og leika á Evrópumótaröð eldri kylfinga. Það hvetur mig áfram að setja mér slík markmið. Ég veit að þetta verður gríðarlega erfitt og ég þarf að æfa í marga klukkutíma á dag. Öll smáatriði þurfa að vera á hreinu ég þarf að slá milljón högg upp úr sandglompunni á æfingasvæðinu ásamt öllu hinu sem ég þarf að æfa," segir Ginola í samtali við Daily Mail. Nick Faldo var fyrirmynd Ginola þegar hann hóf að leika golf árið 1992 og hann notaði kennslumyndband frá Faldo til þess að koma sér af stað í golfíþróttinni. Ginola segir að það sé mun meira álag á kylfinga þegar þeir þurfa að setja niður mikilvæg pútt á stórmóti á borð við Ryderkeppnina - í samanburði við fótboltamann sem tekur vítaspyrnu á stórleik. Ginola lék lengst með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en alls lék hann 100 leiki með Lundúnarliðinu á árunum 1997-2000. Hann lék 58 leiki með Newcastle 1995-1997 og hann lauk ferlinum á Englandi með Everton árið 2002 eftir tveggja ára veru í herbúðum Aston Villa. Hann lék aðeins 17 landsleiki á fimm ára tímabili fyrir Frakka en Ginola þótti erfiður leikmaður að eiga við fyrir þjálfara og hann hafði afar sterkar skoðanir. „Ég var strax heillaður af golfinu eftir fyrsta höggið sem ég sló og fór að spila golf án þess að fá leiðsögn. Ég horfði á kennslumyndbönd frá Faldo kvölds og morgna en ég hafði ekki tíma til þess að æfa mig þar se ég var atvinnumaður í fótbolta. Golfið hefur lagast mikið hjá mér og ég nýt þess að fá tækifæri til þess að leika með þekktum kylfingum á borð við Sam Torrance, Sandy Lyle og Ian Woosnam. Það var aldrei erfitt fyrir mig að taka víti fyrir framan 80.000 áhorfendur í fótboltaleik, ég hafði æft slíkar spyrnur frá því ég var fimm ára. Í fótboltaleik halda áhorfendur áfram að búa til hávaða á meðan þú tekur vítaspyrnuna. Í golfi er allt annað uppi á teningnum. Það þögnuðu allir 50.000 áhorfendurnir þegar Greame McDowell púttaði fyrir sigri Evrópu í Ryderbikarnum. Þegar slíkt gerist þá veit kylfingurinn að öll athyglin er á honum, og því fylgir án efa meiri spenna en þegar fótboltamaður tekur vítaspyrnu," segir David Ginola. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. Ginola hefur tekið að sér það hlutverk að koma Frakklandi á „golfkortið" og er hann í nefnd sem vinnur að því að Frakkar fái Ryderkeppnina árið 2018 á Golf National í París. Það er ekki eina stóra verkefnið sem hann hefur tekið að sér en Ginola er stórhuga og ætlar sér á atvinnumótaröð eldri kylfinga. Hann prófaði golf í fyrsta sinn í bakgarði hjá vini sínum árið 1992 og frá þeim tíma hefur hann lækkað forgjöf sína verulega en hann er með 4 í forgjöf. „Ég hef sjö ár til stefnu og ég hef sett mér það markmið að komast niður í núll í forgjöf og leika á Evrópumótaröð eldri kylfinga. Það hvetur mig áfram að setja mér slík markmið. Ég veit að þetta verður gríðarlega erfitt og ég þarf að æfa í marga klukkutíma á dag. Öll smáatriði þurfa að vera á hreinu ég þarf að slá milljón högg upp úr sandglompunni á æfingasvæðinu ásamt öllu hinu sem ég þarf að æfa," segir Ginola í samtali við Daily Mail. Nick Faldo var fyrirmynd Ginola þegar hann hóf að leika golf árið 1992 og hann notaði kennslumyndband frá Faldo til þess að koma sér af stað í golfíþróttinni. Ginola segir að það sé mun meira álag á kylfinga þegar þeir þurfa að setja niður mikilvæg pútt á stórmóti á borð við Ryderkeppnina - í samanburði við fótboltamann sem tekur vítaspyrnu á stórleik. Ginola lék lengst með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en alls lék hann 100 leiki með Lundúnarliðinu á árunum 1997-2000. Hann lék 58 leiki með Newcastle 1995-1997 og hann lauk ferlinum á Englandi með Everton árið 2002 eftir tveggja ára veru í herbúðum Aston Villa. Hann lék aðeins 17 landsleiki á fimm ára tímabili fyrir Frakka en Ginola þótti erfiður leikmaður að eiga við fyrir þjálfara og hann hafði afar sterkar skoðanir. „Ég var strax heillaður af golfinu eftir fyrsta höggið sem ég sló og fór að spila golf án þess að fá leiðsögn. Ég horfði á kennslumyndbönd frá Faldo kvölds og morgna en ég hafði ekki tíma til þess að æfa mig þar se ég var atvinnumaður í fótbolta. Golfið hefur lagast mikið hjá mér og ég nýt þess að fá tækifæri til þess að leika með þekktum kylfingum á borð við Sam Torrance, Sandy Lyle og Ian Woosnam. Það var aldrei erfitt fyrir mig að taka víti fyrir framan 80.000 áhorfendur í fótboltaleik, ég hafði æft slíkar spyrnur frá því ég var fimm ára. Í fótboltaleik halda áhorfendur áfram að búa til hávaða á meðan þú tekur vítaspyrnuna. Í golfi er allt annað uppi á teningnum. Það þögnuðu allir 50.000 áhorfendurnir þegar Greame McDowell púttaði fyrir sigri Evrópu í Ryderbikarnum. Þegar slíkt gerist þá veit kylfingurinn að öll athyglin er á honum, og því fylgir án efa meiri spenna en þegar fótboltamaður tekur vítaspyrnu," segir David Ginola.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira