Fórnarlömbin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Krafan um almenna skuldaniðurfellingu og betri varnir gegn því að lánardrottnar geti gengið að skuldurum er áfram hávær og verður vafalaust borin fram í mótmælum sem boðuð hafa verið á Austurvelli í dag. Ekki leikur vafi á að margir eru í alvarlegum skuldavanda og í þörf fyrir aðstoð. Opinberar tölur segja okkur að fimmtungur húseigenda í landinu skuldi meira en þeir eiga í eignum sínum. Hins vegar leikur heldur ekki vafi á að sá vandi er tilkominn með mismunandi hætti og ekki endilega á sama tíma. Talsverður hópur fólks er kominn í erfiða stöðu vegna þess að það er á lágum launum og skuldir þess snarjukust vegna falls krónunnar. Það á þess vegna erfitt með að greiða af hóflegum lánum vegna hóflegs húsnæðis. Ýmsir hafa orðið fyrir atvinnu- eða tekjumissi og eru þess vegna í vanda. En það er líka talsverður hópur sem lifði einfaldlega um efni fram eða tók áhættu í fjármálum fyrir hrun og var búinn að koma sér á hausinn fyrir hrun. Margir úr þessum hópi stilla sér hins vegar upp sem fórnarlömbum kreppunnar, eða þá ábyrgðarlausra útlána bankanna, en ekki eigin ákvarðana. „Forsendubrestur" er sem tónlist í eyrum þessa fólks sem sér fram á að geta fengið aðstoð við að greiða úr stöðu sem var í raun orðin vonlaus áður en efnahagslífið varð fyrir áfalli. Í flestum tilvikum er staðan hins vegar svo slæm að vafi leikur á að jafnvel afar kostnaðarsamar aðgerðir á borð við almenna 20 prósenta niðurfellingu skulda dugi þessu fólki. Einstaklingar úr þessum hópi hafa sumir hverjir hrópað á athygli fjölmiðla. Þannig var um manninn sem réðist á húsið sitt og bílinn með jarðýtu í fyrrasumar og uppskar meðal annars aðdáun Þórs Saari alþingismanns, sem sótti brak úr húsinu og stillti upp í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar sem minnismerki um „efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar". Í ljós kom að ýtumaðurinn hafði steypt sér í óviðráðanlegar skuldir fyrir hrun og að auki haft fé af fólki sem hann var í viðskiptum við. Svipuðu máli gegnir um þann sem hefur fengið við sig viðtöl í fjölmiðlum undanfarið og aðstoð „heimavarnarliðsins" vegna þess að banki hyggst taka af honum heimili hans. Eins og DV upplýsti í gær var íbúðin í eigu gjaldþrota verktakafyrirtækis sem skuldar hundruð milljóna króna. Við getum líka rifjað upp söguna af manninum sem Hæstiréttur neitaði í vor um að gera nauðasamninga við lánardrottna sína. Sá hafði búið í 200 fermetra húsi og rekið tvo bíla þrátt fyrir að vera atvinnulaus og bætti svo við láni fyrir fellihýsi áður en allt fór í steik í efnahagslífinu. Hann vildi borga níu milljónir upp í 139 milljóna skuld. Núverandi umboðsmaður skuldara sagði í Fréttablaðinu í sumar að það mál væri að mörgu leyti dæmigert fyrir þá mörgu sem hefðu lifað um efni fram og keyrt á lánum sem bankar og fjármálafyrirtæki hefðu fúslega veitt. Hinar opinberu tölur segja okkur ekki hvernig skiptingin er á milli hópanna; þess sem inniheldur hin raunverulegu fórnarlömb hruns krónunnar og hins sem var búinn að koma sér á vonarvöl hvort sem var. Umræðunnar vegna væri þó fengur að því að það kæmist á hreint. Það myndi varpa skýrara ljósi á raunverulegt umfang skuldavanda sem til er kominn vegna hrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Krafan um almenna skuldaniðurfellingu og betri varnir gegn því að lánardrottnar geti gengið að skuldurum er áfram hávær og verður vafalaust borin fram í mótmælum sem boðuð hafa verið á Austurvelli í dag. Ekki leikur vafi á að margir eru í alvarlegum skuldavanda og í þörf fyrir aðstoð. Opinberar tölur segja okkur að fimmtungur húseigenda í landinu skuldi meira en þeir eiga í eignum sínum. Hins vegar leikur heldur ekki vafi á að sá vandi er tilkominn með mismunandi hætti og ekki endilega á sama tíma. Talsverður hópur fólks er kominn í erfiða stöðu vegna þess að það er á lágum launum og skuldir þess snarjukust vegna falls krónunnar. Það á þess vegna erfitt með að greiða af hóflegum lánum vegna hóflegs húsnæðis. Ýmsir hafa orðið fyrir atvinnu- eða tekjumissi og eru þess vegna í vanda. En það er líka talsverður hópur sem lifði einfaldlega um efni fram eða tók áhættu í fjármálum fyrir hrun og var búinn að koma sér á hausinn fyrir hrun. Margir úr þessum hópi stilla sér hins vegar upp sem fórnarlömbum kreppunnar, eða þá ábyrgðarlausra útlána bankanna, en ekki eigin ákvarðana. „Forsendubrestur" er sem tónlist í eyrum þessa fólks sem sér fram á að geta fengið aðstoð við að greiða úr stöðu sem var í raun orðin vonlaus áður en efnahagslífið varð fyrir áfalli. Í flestum tilvikum er staðan hins vegar svo slæm að vafi leikur á að jafnvel afar kostnaðarsamar aðgerðir á borð við almenna 20 prósenta niðurfellingu skulda dugi þessu fólki. Einstaklingar úr þessum hópi hafa sumir hverjir hrópað á athygli fjölmiðla. Þannig var um manninn sem réðist á húsið sitt og bílinn með jarðýtu í fyrrasumar og uppskar meðal annars aðdáun Þórs Saari alþingismanns, sem sótti brak úr húsinu og stillti upp í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar sem minnismerki um „efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar". Í ljós kom að ýtumaðurinn hafði steypt sér í óviðráðanlegar skuldir fyrir hrun og að auki haft fé af fólki sem hann var í viðskiptum við. Svipuðu máli gegnir um þann sem hefur fengið við sig viðtöl í fjölmiðlum undanfarið og aðstoð „heimavarnarliðsins" vegna þess að banki hyggst taka af honum heimili hans. Eins og DV upplýsti í gær var íbúðin í eigu gjaldþrota verktakafyrirtækis sem skuldar hundruð milljóna króna. Við getum líka rifjað upp söguna af manninum sem Hæstiréttur neitaði í vor um að gera nauðasamninga við lánardrottna sína. Sá hafði búið í 200 fermetra húsi og rekið tvo bíla þrátt fyrir að vera atvinnulaus og bætti svo við láni fyrir fellihýsi áður en allt fór í steik í efnahagslífinu. Hann vildi borga níu milljónir upp í 139 milljóna skuld. Núverandi umboðsmaður skuldara sagði í Fréttablaðinu í sumar að það mál væri að mörgu leyti dæmigert fyrir þá mörgu sem hefðu lifað um efni fram og keyrt á lánum sem bankar og fjármálafyrirtæki hefðu fúslega veitt. Hinar opinberu tölur segja okkur ekki hvernig skiptingin er á milli hópanna; þess sem inniheldur hin raunverulegu fórnarlömb hruns krónunnar og hins sem var búinn að koma sér á vonarvöl hvort sem var. Umræðunnar vegna væri þó fengur að því að það kæmist á hreint. Það myndi varpa skýrara ljósi á raunverulegt umfang skuldavanda sem til er kominn vegna hrunsins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun