Húsbændur og hjú Þorvaldar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun