Eðlilegt að einhverjar sitji svekktar heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 07:00 Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna. Fréttablaðið/Valli Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska landsliðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistaramótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku. „Mér líst vel á þennan hóp og eðlilega tel ég að ég hafi valið besta hópinn sem við eigum,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið í gær. „Það er þó alltaf erfitt að standa að svona vali og það var ekki öðruvísi núna. Það er alveg ljóst og fullkomlega eðlilegt að það eru einhverjir leikmenn sem sitja eftir svekktir.“ Júlíus segir að margt þurfi að hafa í huga við val á landsliði. „Það er ýmislegt í þessu vali sem er ekki auðlesið af mörgum en þannig er það bara. Auðvitað væri betra að hafa fleiri leikmenn en maður er bundinn af reglunum.“ Júlíus valdi þrjá markverði í hópinn og segir óljóst hvort hann fari með alla þrjá til Danmerkur eða skilji einn eftir heima. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun hvað það varðar enn og báðir möguleikar koma til greina. Hér áður fyrr fóru lið undantekningalaust með þrjá markverði á stórmótin en það hefur breyst. Nú er hægt að skipta út leikmönnum eftir riðlakeppnina ef meiðsli koma upp og málin hafa þróast þannig að lið gera meira af því að fara með tvo markverði – án þess að ég sé að gefa nokkuð upp um hvað ég ætli að gera,“ segir Júlíus. Sjálfsagt eru margir leikmenn óánægðir með að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfaranum á æfingamótinu í Noregi. „Ég er búinn að skoða marga leikmenn og tel að ég sé nú með bestu leikmennina sem við eigum í hverri stöðu fyrir sig. Það eru einnig leikmenn í hópnum sem geta leikið fleira en eina stöðu, sem getur líka reynst dýrmætt.“ Hann segir að liðið ætli ekki að láta sér nægja að hafa komist inn á Evrópumeistaramótið en það er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna kemst á stórmót. „Við vitum að okkar riðill er mjög erfiður en þannig er það með alla riðlana – öll sextán liðin sem keppa á mótinu eru mjög sterk. Við erum litla liðið í riðlinum en það getur líka verið kostur. Einn sigur gæti fleytt okkur upp úr riðlinum og draumurinn er að ná því að gera betur en við höfum gert hingað til. Það var frábært að komast á EM en við viljum ekki setja punktinn þar.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska landsliðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistaramótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku. „Mér líst vel á þennan hóp og eðlilega tel ég að ég hafi valið besta hópinn sem við eigum,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið í gær. „Það er þó alltaf erfitt að standa að svona vali og það var ekki öðruvísi núna. Það er alveg ljóst og fullkomlega eðlilegt að það eru einhverjir leikmenn sem sitja eftir svekktir.“ Júlíus segir að margt þurfi að hafa í huga við val á landsliði. „Það er ýmislegt í þessu vali sem er ekki auðlesið af mörgum en þannig er það bara. Auðvitað væri betra að hafa fleiri leikmenn en maður er bundinn af reglunum.“ Júlíus valdi þrjá markverði í hópinn og segir óljóst hvort hann fari með alla þrjá til Danmerkur eða skilji einn eftir heima. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun hvað það varðar enn og báðir möguleikar koma til greina. Hér áður fyrr fóru lið undantekningalaust með þrjá markverði á stórmótin en það hefur breyst. Nú er hægt að skipta út leikmönnum eftir riðlakeppnina ef meiðsli koma upp og málin hafa þróast þannig að lið gera meira af því að fara með tvo markverði – án þess að ég sé að gefa nokkuð upp um hvað ég ætli að gera,“ segir Júlíus. Sjálfsagt eru margir leikmenn óánægðir með að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfaranum á æfingamótinu í Noregi. „Ég er búinn að skoða marga leikmenn og tel að ég sé nú með bestu leikmennina sem við eigum í hverri stöðu fyrir sig. Það eru einnig leikmenn í hópnum sem geta leikið fleira en eina stöðu, sem getur líka reynst dýrmætt.“ Hann segir að liðið ætli ekki að láta sér nægja að hafa komist inn á Evrópumeistaramótið en það er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna kemst á stórmót. „Við vitum að okkar riðill er mjög erfiður en þannig er það með alla riðlana – öll sextán liðin sem keppa á mótinu eru mjög sterk. Við erum litla liðið í riðlinum en það getur líka verið kostur. Einn sigur gæti fleytt okkur upp úr riðlinum og draumurinn er að ná því að gera betur en við höfum gert hingað til. Það var frábært að komast á EM en við viljum ekki setja punktinn þar.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira