Umfjöllun: Bjarni Fritzson stýrði flugeldasýningu í Digranesi Elvar Geir Magnússon í Digranesi skrifar 30. september 2010 19:56 Bjarni Fritzson. Mynd/Valli Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira