Sigurjón Kjartansson: Fyndin alvara Sigurjón Kjartansson skrifar 18. maí 2010 09:18 Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun