KR-ingar eru mættir til leiks Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2010 08:15 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30