Breytingar innanfrá betri en kynjakvóti [email protected] skrifar 1. júlí 2010 03:00 Katrín Helga Hallgrímsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna. Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna.
Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira