Styðjum fórnarlömbin Haukur Arnþórsson skrifar 1. júlí 2010 05:30 Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun