Boston sló Cleveland úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2010 09:00 LeBron James og félagar eru komnir í sumarfrí. Mynd/AP Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið. NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið.
NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira