Steingrímur bauð í sumarbústað tengdó 29. september 2010 18:45 Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa." Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa."
Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira